Ford stefnir á að verða kolefnislaus fyrir árið 2050

Ford-fyrirtækið gaf þá yfirlýsingu í dag að það yrði kolefnishlutlaust fyrir árið 2050, markmið sem kemur bílaframleiðandanum í takt við markmið Parísarloftlagssáttmálans. Til að standa við þessar skuldbindingar sínar þarf fyrirtækið að minnka framleiðslu á bílnum sem blása gróðurhúsalofttegundum og finna leiðir til að fjarlægja þá mengun sem þeir hafa nú þegar framleitt.

Fyrirtækið hefur heitið því að knýja alla framleiðslu sína með endurnýjanlegri orku fyrir árið 2035.

image

Ökutækin sem Ford selur búa til meira en 135 milljónir tonna af koltvísýringi.

75% af losun koltvíoxmengunar koma frá viðskiptavinum Ford-fyrirtækisins með akstri bíla. Bílarnir sem það selur mynda 135 milljón tonn af koltvísýringi samkvæmt skýrslu um sjálfbærni sem fyrirtækið sendi frá sér.

Það er næstum eins mikið og 35 kolaver framleiða á einu ári. Til samanburðar framleiddu allar Ford-verksmiðjurnar minni koltvísýring en eitt kolaver árið 2019.

Ford hefur náð ágætum árangri í átt að þessum markmiðum, þar sem kolefnislosun frá verksmiðjum fyrirtækisins lækkaði um rúmlega 14 prósent árið 2019. Það er jafn mikið og að taka 138.000 fólksbíla af götunum í heilt ár. Hins vegar jókst samanlögð eldsneytiseyðsla bíla og trukka frá Ford, sem bendir til þess að stærsti mengunarvaldurinn á ennþá langt í land að minnka kolefnissporið.

image

Kolefnislosun frá Verksmiðjum Ford féll um rúmlega 14 prósent árið 2019.

Bandarísk yfirvöld hafa dregið lappirnar í þessum efnum í forsetatíð Donalds Trump, sem m.a. hefur reynt að draga úr stöðlum varðandi eldsneytisnýtingu. Þessum stjórnarháttum hefur ekki verið fagnað af Ford sem vill sýna lit í umhverfismálum.

Á síðasta ári samþykkti Ford, ásamt Volkswagen, Honda og BMW að bæta eldsneytisnýtingu bíla sinna fram til ársins 2026. Á sama tíma hefur umtalsverður fjöldi lögfræðinga lögsótt Bandaríkjastjórn vegna sleifarlags í loftslagsmálum.

Heimild: The Verge

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is