50 ára afmæli Porsche Design

    • Porsche sýnir takmarkaða framleiðslu á 911 Edition 50 ára Porsche Design

Það er alltaf gaman að halda upp á afmæli – og það ætla þeir svo sannarlega að gera hjá Porsche í Þýskalandi

image

Porsche hefur afhjúpað þennan nýjan 911 Targa GTS í takmörkuðu útlagi, sem er hannaður til að fagna 50 ára afmæli lífsstílsarms merkisins, Porsche Design.

image

Litasamsetningin á sérútgáfu bílsins er til minningar um Chronograph I armbandsúrið frá 1972 og Porsche gefur út (í takmörkuðum fjölda) útgáfu af klukkunni ásamt nýju gerðinni.

Armbandsúrið liggur hér á mælaborðinu við hliðina á klukku bílsins, sem er líka í gömlum stíl. 911 Edition 50Y er svartmálaður og er með miðjulæstari álfelgur sem eru satíngráar.

Eins og allar 911 GTS gerðir er bíllinn búinn SportDesign bodykit Porsche, sem inniheldur meira áberandi framstuðara og endurhannaðan afturenda, með númeraplötunni hærra en venjulega.

image

Dökkgrái veltiboginn á Targa GTS er enn á sínum stað og Edition 50Y skartar „Porsche Design 50 ára“ afmælismerki á afturlokinu.

image
image

Að innan er sérútgáfan með svörtu leðuráklæði og „retro“ Sport-Tex skreytingum frá Porsche á sætunum og sérsniðinni klukku, sem hluta af staðlaða Sport Chrono pakkanum.

Grá skífa, rauður sekúnduvísir og Porsche hönnunarmerki aðgreina hana frá staðlaða hlutnum.

image

Edition 50Y er með tveggja forþjöppu sex strokka boxermótor sem skilar 473 hestöflum. Aflið fer í gegnum átta gíra PDK gírkassa og fer bílinn frá 0-100 km/klst á 3,5 sekúndum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is