Mitsubishi mun draga úr viðveru í Evrópu í „lítið en fallegt“ framboð

image

Mitsubishi Outlander PHEV meðalstór sportjeppi með tengitvinnbúnaði var mest seldi bíllinn í þessum flokki í Evrópu í apríl.

Við sögðum frá því í frétt hér á vefnum á dögunum að óvíst væri um framtíðarstefnu Mitsubishi á Evrópumarkaði, en nú er komin niðurstaða í málið, samkvæmt frétt á Automotive News Europe.

Mitsubishi Motors mun hafa minni viðveru í Evrópu þar sem fyrirtækið endurstillir heimsmarkaði sína til að draga úr kostnaði í kjölfar faraldurs kórónavírus

„Við munum smám saman draga úr skuldbindingu okkar við stóra markaði,“ sagði Kato við hluthafa þann 18. júní.

Áætlanir gengu ekki eftir

Fyrri vaxtaráætlun Mitsubishi fyrir markaði eins og Evrópu og Kína sem gerð var grein fyrir á fjárhagsárinu 2017 leiddi til 30 prósenta hækkunar á nýjasta fjárhagsárinu sem lauk 31. mars samanborið við fjögur ár áður en hafði ekki skilað hagnaði, sagði Kato.

„Við slíkar kringumstæður færðum við stefnuna yfir í „litla en fallega“, sagði hann.

Stefnan þýðir að Mitsubishi gæti einnig dregið úr viðveru sinni í Bandaríkjunum Þrátt fyrir að Kato hafi ekki nefnt Norður-Ameríku eða Bandaríkin með nafni staðfesti fyrirtækið að það telji Bandaríkin stóran markað.

Einbeita sér að markaði í Asíu

Mitsubishi mun einbeita sér að arðbærum viðskiptum sínum í löndum sem mynda Samtök suðaustur-asískra þjóða (ASEAN), þar á meðal Tæland og Indónesía.

Fyrirtækið mun einbeita sér að pallbílum, jeppa sem byggir á vörubílum og „minivan-bíla“, sem eru vinsælir á þessum mörkuðum, sagði Kato.

Mitsubishi flytur út L200 pallbílinn til Evrópu frá Tælandi og bendir til að gerðin gæti haldið áfram í sölu hjá evrópskum umboðum.

Ætluðu að auka hlut sinn árið 2019

Mitsubishi gaf til kynna að fyrirtækið vildi efla starfsemi sína í Evrópu árið 2019 þegar það stofnaði nýtt fyrirtæki til að hafa umsjón með svæðisbundinni sölu eftir reiða sig á innflytjendur á staðnum til margra ára.

Outlander mest seldi tengitvinnbíllinn (PHEV)

Mitsubishi náði forystu í tengitvinnbílum með Outlander millistærðar sportjeppa, sem kom á markaðinn árið 2014. Hann var mest selda tengitvinnbifreið Evrópu fyrstu fjóra mánuðina þrátt fyrir aukna samkeppni um komu fleiri slíkra bíla frá öðrum bílaframleiðendu,.

Stefnt er að því að nýr Outlander tengitvinnbíll (PHEV) komi síðar á þessu ári.

Samkvæmt stefnu Renault-Nissan bandalags varðandi leiðandi fyrirtæki, hefur Mitsubishi aðalmerkið fyrir tengitvinnbíla í minni- og miðstærð bíla, þó að það sé ekki ljóst hvernig þetta mun halda áfram ef Mitsubishi færir þróunaráherslur sínar í átt til einfaldari pallbíla á grind.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is