Eru trukkar framtíðarinnar í Ameríku knúnir rafmagni og vetni?

    • Nikola – nýtt nafni á sviði stóru trukkana í Ameríku
    • Fyrirtækið nær 34 milljarða dollara markaðsvirði - og engar tekjur
    • Hönnunarfyrirtækið Nikola slær í gegn á fjarmálamarkaði eftir kynningu á nýjum kostum á sviði stórra dráttartrukka

Flest þekkjum við ímynd stóra reykspúandi dráttarbílsins sem dregur á efir sér flutningavagn um þjóðvegina í Ameríku. Þeir eru með stórar og öflugar dísilvélar, margra gíra handskipta gírkassa og mikinn hávaða.

image

Nikola dráttarbílar – samkvæmt gögnum frá Nikola sem birt var í útboði sagði fyrirtækið að það væri að leggja áherslu á að smíða bíla í flokki 8 – þungra dráttarbíla.

Nota rafmagn og vetni

Þessi framleiðandi vörubíls/dráttarbíls með afl frá rafgeymi og vetniseldsneyti sló í gegn á verðbréfamarkaði Nasdaq í síðustu viku í kjölfar öflugrar sameiningar og hlutabréfin ruku upp, tvöfölduðust á mánudag og hækkuðu um önnur 28 prósent skömmu eftir opnun á þriðjudag. Viðskiptin voru stöðvuð tvisvar á fyrstu 40 mínútunum vegna sveiflna þar sem hlutabréfin lækkuðu allt að 22 prósent. Þeir lokuðu viðskiptum á þriðjudag með hlutabrefin upp 8,8 um prósent í 79,73 dollara.

Engar tekjur ennþá

34 milljarða markaðsvirði Nikola var hámark dagsins. Nikola spáir núlltekjum fyrir árið 2020 og fyrsta milljarði dollara árið 2023. Fyrirtækið gerir ekki ráð fyrir að fullnýta samsetningarverksmiðju í Arizona, þar sem hún verður ekki fullbyggð fyrr en árið 2028.

Til samanburðar er líklegt að Ford Motor Co. muni tilkynna um 115 milljarða dollara tekjur af þessu ári.

Stöðugur vöxtur

„Markmið Nikola 1 er stöðugur vöxtur með tímanum,“ sagði Trevor Milton, framkvæmdastjóri Nikola, í yfirlýsingu í tölvupósti. Hinn 38 ára gamli stofnandi fyrirtækisins sagði að nokkrir þættir gætu legið að baki þessu góða gengi á markaði hlutabréfa og nefndi dæmi þar á tíst hans um Badger-pallbílinn.

Badger-bíllinn, sem við höfum fjallað um hér á vefnum áður, og markaðurinn í Bandaríkjunum er spenntur fyrir er ekki raunverulega kominn í framleiðslu. Í skjölum Nikola sem birt var í útboðinu í vikunni sagðist fyrirtækið einbeita sér að því að smíða stóra dráttarbíla í flokki 8 og reiknar ekki með að smíða Badger nema það finnist rótgróinn framleiðandi sem hann muni eiga í samstarfi við.

Milljón fermetra verksmiðja

Nikola ætlar að reisa 1 milljón fermetra aðstöðu suður af Phoenix í Arizona og hefja smíði vörubíla árið 2021. Það er von að ná fullri framleiðslu á um 30.000 vetnis og rafknúnum trukkum árið 2027 og 15.000 rafknúnum trukkum árið eftir.

Tiltölulega nýtt fyrirtæki

Nikola Motor Company er bandarískt hönnunarfyrirtæki með aðsetur í Phoenix, Arizona, þar sem það hefur einnig rannsóknar- og þróunarstarfsemi sína. Það var stofnað árið 2014 í Salt Lake City, Utah. Fyrirtækið er nefnt eftir uppfinningamanninum Nikola Tesla.

Í framhaldinu hafa komið nokkrar gerðir stórra dráttarbíla. Nokola 1, Nikola 2 og loks Nikola 3.

Núna er bara að sjá hvort allt þetta verði að veruleika.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is