Litlir „crossover“ bílar frá Jeep og Fiat fara í framleiðslu í pólskri verksmiðju

    • Framleiðsla nýs sportjeppa frá Jeep hefst í nóvember 2022 og síðan kemur Fiat útgáfa í apríl 2023; bíll frá Alfa Romeo bíður samþykkis

TÓRÍNÓ / MÍLANÓ - Stellantis hefur samþykkt Jeep og Fiat útgáfur af þremur nýjum sportjeppum / „crossover“ sem smíðaðir verða í fyrrum verksmiðju Fiat Chrysler Automobiles í Tychy í Póllandi.

Þriðja gerðin, frá Alfa Romeo, hefur enn ekki verið samþykkt. Ekki er ljóst hvers vegna bíllinn bíður ennþá samþykkis.

image

Litli crossover Fiat verður fimm dyra líkan sem dregið er af Centoventi hugmyndabílnum (á myndinni) sem sýndur var á bílasýningunni í Genf árið 2019.

Öll þrjú ökutækin verða studd af Compact Modular Platform (CMP) fyrrverandi grunni PSA Group, sem þegar er notaður fyrir Peugeot 208 og 2008, Opel / Vauxhall Corsa og Mokka, Citroen C4 og DS3 Crossback.

Nýju Jeep, Fiat og Alfa gerðirnar munu aðallega nota PSA Group vélar og gírkassa.

image

Opel Mokka-e er meðal bíla sem nota CMP pall Stellantis.

Jaroslaw Gowin, aðstoðarforsætisráðherra Póllands, sagði í desember á Twitter að FCA (nú Stellantis í kjölfar samruna síns við PSA) muni fjárfesta fyrir 755 milljónir zloty (204 milljónir Bandaríkjadollara) til að smíða bílana í Tychy „með horfur á margfalt meira magni“.

Framleiðsla litla Fiat crossover-bílsins mun nema 130.000 einingum á ári. Bíllinn verður fimm dyra gerð af Centoventi hugmyndabílnum sem sýndur var á bílasýningunni í Genf árið 2019.

Jeep-útgáfan verður minnsta gerð bandaríska vörumerkisins, staðsett fyrir neðan Jeep Renegade í stærð. Framleiðsla á honum er áætluð 110.000 einingar á ári. Litli sportjeppinn frá Alfa, sem hefur verið kallaður Brennero, og er enn í biðstöðu mun nema 60.000 eintökum á ári.

Smíðar Fiat 500 í dag

Í Tychy-verksmiðjunni er nú smíðaður 14 ára gamall Fiat 500 smábíllinn og 10 ára Lancia Ypsilon lítill bíll. Ekki er ljóst hvort framleiðsla þessara tveggja gerða mun halda áfram við hliðina á þremur CMP byggðum gerðum.

image

Nýi krossoverbíllinn frá Jeep mun verða fyrir neðan Renegade (mynd) í stærð í framboði vörumerkisins.

Upphaf framleiðsluáætlunar (SOP) fyrir þrjár gerðirnar er taldar upp hér að neðan. Sala hefst venjulega þremur til fjórum mánuðum eftir SOP.

    • Bíllinn með vörumerki Jeep, sem er með kóðaheitið verkefni 516, á að fara í framleiðslu í nóvember 2022, upphaflega með bensínvél. Full rafútgáfa mun fylgja í febrúar 2023 og mild blendingsútgáfa í janúar 2024. Rafhlöður fyrir rafmagnsútgáfuna verða upphaflega frá kínverska birgjanum CATL og skipta í júlí 2023 yfir á annan kínverskan keppinaut, frá bílaframleiðandanum BYD.
    • Framleiðsla á litlum Fiat crossover, kóðaheiti verkefnis 364, á að hefjast í apríl 2023, með BYD-búinni fullri rafútgáfu sem fylgir í maí 2023 og mildur blendingur í febrúar 2024.

Áður var búist við að Jeep myndi hefja framleiðslu í júlí 2022, síðan Alfa Romeo í janúar 2023 og Fiat í júlí 2023.

Verði sá bíll samþykktur, er gert ráð fyrir að fjórhjóladrifskerfi Alfa, sem er með rafmótor á hvorum öxli, bætist við litla sportjeppann.

Flokkur lítilla sportjeppa og crossover er sá næstvinsælasti í Evrópu. Sala þessa markaðhluta dróst saman um 18 prósent og var 1,73 milljónir á síðasta ári, að mati markaðsrannsókna JATO Dynamics. Þessi stærðarflokkur sló naumlega út minni bíla í öðru sæti á eftir flokki smábíla, söluhæsta markaðshluta í Evrópu.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is