Toyota byrjar árið með glæsilegri sýningu: Fjórir fjórhjóladrifnir sýndir á fjórum stöðum

Toyota byrjar nýtt ár með krafti og býður til glæsilegrar sýningar laugardaginn 9. janúar hjá viðurkenndum söluaðilum í Kauptúni, á Selfossi, Akureyri og í Reykjanesbæ.

Fjórir fjórhjóladrifnir bílar verða í aðalhlutverki, nýr Highlander Hybrid sem nú er frumsýndur á Íslandi, 70 ára afmælisútgáfa Land Cruiser með aflmeiri vél, nýr Hilux með stærri vél og aukinni dráttargetu og RAV4 Hybrid og Plug in Hybrid sem notið hafa fádæma vinsælda undanfarin misseri.

image

- Nýr Toyota Highlander Hybrid kemur nú á markað í fyrsta sinn í V-Evrópu og þar með á Íslandi. Góð reynsla er komin af Highlander víða um heim frá því hann kom fyrst á markað árið 2000. Highlander er stór sportjeppi með góða aksturseiginleika og mikið innanrými, 2 tonna dráttargetu og veghæð sem sæmir öflugum sportjeppa eða 20,3 cm. Hröðun frá 0-100 km/klst. er 8,3 sek.

-Toyota RAV4 Hybrid og Plug in Hybrid hafa heldur betur slegið í gegn á síðustu mánuðum enda hentar þessi sparneytni bíll einstaklega vel á Íslandi hvort sem er í þéttbýli eða dreifðari byggðum.  Betri ferðafélaga er vart hægt hægt að hugsa sér.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is