Kia Rio kemur með milda hybrid-útgáfu með bensínvél

Ný tækni er sögð bæta hagkvæmni en jafnframt er bætt við uppfærslu á útliti og innréttingum

image

Samkvæmt frétt á Autocar hefur Kia uppfært Rio og kynnt til sögunnar nýja tækni, útlit og nýja milda-blendings bensínvél með nýstárlegri kúplingu fyrir handskiptingu.

image

Nýja drifrásin, sem er lykiluppfærsla samhliða hönnunarbreytingunum, samanstendur af „Smartstream“ 1,0 lítra T-GDi turbó bensínvél Kia og 48V rafkerfi.

Þetta gerir Ríó kleift að bjóða rafmagnsaðstoð og endurnýjun með hemlun, sem hámarkar eldsneytisnýtingu. Þetta aðgreinir Ríó frá flestum minni bílunum, sem enn eiga eftir að nýta þessa hybrid-tækni.

image

Að auki aðgreinir þessi nýi Rio sig frá eldri gerð með „Continuously Variable Valve Duration“ (CVVD) tækni Kia, sem gerir vélinni kleift að skipta á milli mismunandi brennsluferla eftir álagi til að hámarka skilvirkni, og nýja snjalla kúplingu fyrir handskiptinguna.

image

Hámarksaflið er hins vegar óbreytt, því Smartstream vélin framleiðir sömu 99 hö eða 118 hö og einingin sem hún kemur í staðinn fyrir.

Auk nýja milda-blendings kerfisins býður Rio nú upp á val á Smartstream bensínvélum: 98 hö 1.0 lítra T-GDi og ný útgáfa af 83 hö Kia með náttúrulegu sogafli 1,2 lítra.

Uppfærsla Rio heldur áfram inni í bílnum þar sem stækkað upplýsinga- og afþreyingarkerfi með 8 tommu snertiskjá leiðir endurbæturnar.

image

Nýr öryggisbúnaður er einnig til staðar, þar á meðal akreinastýring, sem notar myndavél og ratsjárskynjara til að viðhalda öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan en fylgist með vegamerkingum til að halda bílnum í miðri akrein.

Tveir nýir málningarlitir eru kynntir með uppfærðum Rio, sem gefur níu valkosti, allt eftir forskrift og markaði. Uppfærði bíllinn er einnig boðinn með nýjum átta arma 16 tommu álfelgum.

image

Enn liggja ekki sérstakar upplýsingar fyrir um hugsanlegt verð eða verðlagningu fyrir hybrid-útgáfuna, en samkvæmt fréttinni hjá Autocar er reiknað með að verð hækki lítið magn þegar þessi gerð með andlitslyftingu komi í sölu á þriðja ársfjórðungi þessa árs

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is