Hér á landi ættum við nú að vita með nokkurri vissu að seigfljótandi og rauðglóandi hrauneðja lætur það hverfa sem fyrir henni verður. Bíll eða ekki, skiptir ekki nokkru. Ford eða Ferrari? Nei, skiptir engu heldur.

Þessa dagana deilir fólk á veraldarvefnum myndbandi af því þegar Ford Mustang var einmitt á þeim stað sem vellandi hraunkvika var á leið yfir. Skemmst er frá því að segja að bíllinn hvarf. Að eilífu.

Hélt undirrituð að myndbandið væri nýtt en það er ekki alveg nýtt heldur frá árinu 2018 en meðfylgjandi myndband var tekið upp á Hawaii og hraunstraumurinn er frá eldfjallinu Kilauea sem gaus svo gott sem samfellt frá árinu 1983 til 2018 og þar er raunar eldgos núna líka.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is