Mercedes-Benz sýnir fyrstu opinberu myndina af nýjum S-Class

Bíllinn verður frumsýndur síðar á þessu ári þrátt fyrir truflun vegna kórónavírusfaraldursins

image

Fyrirtækið hefur sent frá sér eina mynd sem sýnir framendann á þessum ætlaða keppinaut BMW 7. Framendi bílsins hafði þegar sést á mynd í lítilli upplausn sem birt var á samfélagsmiðlum nýlega.

Nýlegar fregnir hafa borist um að truflun af völdum Covid-19 heimsfaraldursins gæti neytt Mercedes til að seinka frumsýningu S-Class fram á næsta ár, en stjórnarformaður fyrirtækisins, Ola Kallenius, hefur haldið því fram að það sé á réttri braut.

image

Fyrsta opinbera myndin af nýja S-Class, sem gengur undir innra lykilorðinu W223, sýnir hefðbundna hönnun. Meðal lykilþátta eru áberandi krómað grill með þremur láréttum röndum og könntuð framljós með þremur ljósum.

Þessi keppinautur Audi A8 og BMW 7 mun fá margs konar valkosti á drifrás, þar á meðal 48 volta mildan blending með bensínvél- og dísil og nýjar tengitvinnútgáfur.

Framleiðsla áætluð í september

Áætlað er að framleiðsla nýja S-Class hefjist í september 2020 í verksmiðju Mercedes-Benz's 56 í Sindelfingen í Þýskalandi. Í kjölfarið mun fylgja örlítið minni gerð EQS sem aðeins notar rafmagn frá sömu verksmiðju árið 2021.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is