Tesla skorar á Detroit 3 með rafdrifnum pallbíl

Frumsýndur með brotnum hliðarrúðum

Skoðið myndbandið frá Tesla í lok greinar!

image

Elon Musk, forstjóri Tesla, stendur fyrir framan sprungnar rúður í rafdrifnum pallbíl fyrirtækisins eftir að hann var frumsýndur á bílasýningunni í Los Angelesog málmkúlu var sveiflað á rúðurnar til að sannprófa styrk þeirra. Pallbíllinn er framúrstefnulegur með kantaða gráa yfirbyggingu.

Hann er loksins kominn! - rafdrifni pallbíllinn frá Tesla sem bílaheimurinn, sérstaklega aðdáendur Tesla og rafbíla almennt hafa beðið eftir.

image

Eftir margra ára loforð um rafknúin pallbíl sem gæti gert betur en þeir bílar sem eru í boði frá Detroit, , opinberaði Elon Musk, forstjóri Tesla á fimmtudag kantað ökutæki sem stóðst ekki 25 mínútna kynningu að mati fréttamanna, þar á meðal Reuters og Automotive News Europe.

Öflugur

Musk lofaði spennandi árangri úr bílnum sem kallast „Cybertruck“, með hröðun frá 0 til 100 km/klst. á 2,9 sekúndum og topphraðanum 209 km/klst.

402 km akstursvið á rafmagni

Fjögurra dyra, sex sæta pallbíll byrjar á 39.900 Bandaríkjadollurum með grunnsvið aksturs á rafhlöðunum meira en 402 km. Dýrasta gerðin byrjar á 69.900 dollurum og mun verða með meira en 800 kílómetra aksturssvið, sagði Tesla. Til samanburðar er núverandi hámarks svið Tesla bíls um 595 kílómetrar á langdræga Model S fólksbílnum.

image

Hann hefur dráttargetu meira en 6300 kg og burðargetu allt að 1575 kg.

image

Strax í kjölfar frumsýningarinnar hóf Tesla strax fyrir fram pantanir á netinu með innborgun upp á aðeins 100 dollara.

Þurfum sjálfbæra orku

„Við þurfum sjálfbæra orku núna. Ef við erum ekki með pallbíl, getum við ekki leyst það. Þrjú mest seldu farartækin í Ameríku eru pallbílar. Til að leysa sjálfbæra orku verðum við að hafa pallbíl," saði Musk við frumsýninguna í Los Angeles.

image

Ólíkur flestu öðru í útliti

Pallbíllinn lítur ekki út eins og nokkuð sem er á markaðnum í dag. Með skörpum línum og hallandi framendanum líkist pallbíllinn framúrstefnulegum hugmyndabíl frekar en nokkuð nálægt núverandi bílum í framleiðslu.

„Útlitið er allt öðru vísi, en afköst og einkenni verðlagningar eru óumdeilanleg,“ sagði Karl Brauer, framkvæmdastjóri Kelley Blue Book og Autotrader, í yfirlýsingu.

„Það verður mikil eftirspurn eftir „cybertruck“, jafnvel þó aðeins núverandi aðdáendur Tesla vilji fá einn. Hversu langt út fyrir viðskiptavini Tesla mun „cybertruck“ ná?,  of mikið stökk fyrir flesta að taka, “sagði hann.

Vísaði til Ford F-150

Tesla vonast til að halda áfram sögu sinni um röskun á iðnaði með pallbílnum, sem hann telur að geti fundið sess í arðbærum hluta sem Detroit 3 hefur ráðið yfir í áratugi. Musk vísaði ítrekað til Ford F-150, sem hefur verið mest selda bifreið í Bandaríkjunum undanfarin 42 ár. Hann sýndi myndband af Cyber pallbílnum að sögn hafa betur en F-50 í reiptogi.

Yfirbyggingin er úr „ofursterku og hörðu 30X kaldvölsuðu ryðfríu stáli,“ samkvæmt Tesla.

image

Í samlíkingu við F-150 og yfirbyggingu hans úr áli sagði Tesla fimmtudag að „ef eitthvað væri betra, myndum við nota það.“

Fyrsti rafdrifni pallbíllinn frá GM haustið 2021

Forstjóri GM, Mary Barra, sagði að fyrsta rafmagns pallbíllinn sem framleiðandi bifreiðarinnar muni fara í sölu haustið 2021. „Þetta mun vera mjög hæfur flutningabíll, ég er nokkuð spennt fyrir því,“ sagði Barra á fjárfestingarráðstefnu í New York þann Fimmtudag.

Rafdrifinn pallbíll frá Ford líka 2021

Ford stefnir að því að selja rafmagns F-seríu seint á árinu 2021, að sögn Reuters.

Engin ógn fyrir pallbílamarkaðinn

Pallbíll Tesla „verður í besta falli sérvara og stafar engin ógn af honum fyrir pallbílamarkaðnum eins og við þekkjum hann í dag,“ Matt DeLorenzo, forstjóri Kelley Blue Book, í yfirlýsingu. „Hinn gallinn er að þessi vörubíll mun ekki hafa neina alríkisskattaafslátt þegar hann kemur út.“

Model 3 fólksbifreið Tesla er mest seldi rafmagnsbíll heims. Bílaframleiðandinn í Kaliforníu hefur hingað til selt aðallega Model S og Model 3 fólksbíla en býður einnig upp á Model X sportjeppa og byrjar á næsta ári Model Y litlum sportjeppa.

„Pappakassabíll“

Viðbrögð á Twitter voru allt frá ást til haturs á þennan kantaða bíl frá Tesla.

„Ég horfði bara á Tesla koma fram með #cybertruck og í alvöru? Mitt líf virðist fullkomið“, skrifaði @aidan_tenud, á meðan @nateallensnyde skrifaði "Það er gaman að sjá Elon Musk búa til pappakassabíl sem hann teiknaði á leikskóla."

Musk tweetaði áðan um að hönnunin hafi að hluta verið undir áhrifum frá Lotus Esprit sportbílnum sem hafði tvöfalt notagildi sem kafbátur á áttunda áratug í síðustu aldar James Bond kvikmyndinni „The Spy Who Loved Me“ sem og af kvikmyndinni Blade Runner.

(byggt á Reuters og Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is