Fræin af öspinni geta farið illa með lakkið á bílnum

    • Fræin eru með trjákvoðu sem límist við lakkið
    • Verður að hreinsa fljótt því annars skemmist lakkið til frambúðar

Öspin er ein algengasta trjátegundin víða um landið og slútir gjarnan yfir bílastæði við húsin.

image

Ef þessi trjákvoða nær að brenna sig fasta við lakkið, til dæmis í sólarljósi, þá er voðinn vís og það getur reynst erfitt að hreinsa þetta af án þess að skemma lakkið.

En ef þetta er hreinsað strax þá er skaðinn enginn og lakkið helst óskemmt.

image

Setja þarf smávegis af spritti í mjúkan klút og nudda létt yfir trjákvoðuna þar til að ummerki um hana hverfa og bóna svo bara yfir lakkið á eftir!

[Birtist fyrst 26. maí 2020}

Fleira um lakk:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is