Markaðshlutdeild lítilla sportjeppa í Evrópu mun koma hratt til baka eftir kreppuna vegna kórónavírus

image

Ford er að sjá „ákaflega háar“ pantanir á mildri blendings útgáfu af nýja Puma, segir Stuart Rowley, aðalstjórnanda Ford í Evrópu, við Automotive News Europe.

Frumsýningar á litlum sportjeppum munu halda áfram að aukast umfram aðrar gerðir í Evrópu þar sem framleiðendur sjá nú fram á meiri eftirspurn í þeim flokki sem hingað til hefur ekki vakið mikinn áhuga hjá stærri bílaframleiðendunum, segir í nýlegri frétt frá Automotive News Europe.

Mest seldu litlu sportjeppar Evrópu á fyrsta ársfjórðungi 2020; breyting frá janúar-mars 2019

1. VW T-Roc 40.098 -32%

2. Renault Captur 34.426 -40%

3. VW T-Cross 31.747 nýr

4. Dacia Duster 28,162 -50%

5. Hyundai Kona 27.223 + 1%

6. Opel Crossland X 26.474 -18%

7. Peugeot 2008 25.019 -46%

8. Seat Arona 24.836 -6%

9. Citroen C3 Aircross 21.930 -37%

10. Ford Puma 18.629 nýr

(Heimild: JATO Dynamics)

Með meira en 2 milljónum seldar bíla náðu litlir sportjeppar að verða þriðji stærsti hluti seldra bíla í Evrópu í heildina. Litlu sportjeppa vantaði innan við 40.000 selda bíla til að ná öðru sætinu af minni fólksbílum í Evrópu. Hlutur smábíla var áfram stærstur í Evrópu með 2,68 milljónir seldra bíla, samkvæmt JATO Dynamics, en eftirspurn minnkaði 5,4 prósent þegar viðskiptavinir færðu sig yfir til sambærilegra sportjeppa.

T-Roc tekur forystuna

Volkswagen T-Roc komst á toppinn í þessum flokki fyrstu þrjá mánuðina 2020, en miklar breytingr hafa orðið í ýmsum löndum vegna lokana í kjölfar kórónaveirufaraldursins.

Velgengni VW leiddi til þess að Renault Group fell niður um sæti, þegar Captur, féll úr fyrsta sæti í annað sætið og Duster frá systurvörumerkinu Dacia féll niður um tvö sæti í nr. 4.

Í fimmta sæti var Hyundai Kona sem jók söluna raunar um 1 prósent á fjórðungnum þrátt fyrir hrun í sölu í mars.

image

VW T-Roc var söluhæsti smábifreið Evrópu í fyrsta ársfjórðungi og markaði það í fyrsta skipti sem stærsti bílaframleiðandi Evrópu hefur verið með númer 1 líkanið í flokki sem Frakkar höfðu áður einkennt.

Aukning vegna rafbíla

Vaxandi stærð þessa flokks svo og mikilvægi hans fyrir svo marga bílaframleiðendur hefur neytt þá til að rafvæða gerðir eða hætta á að markmið vegna CO2 sem tóku gildi á þessu ári náist ekki.

Með sölu á 5.933 bílum á fyrsta ársfjórðungi var rafbíllinn Kona leiðandi, sem Hyundai býður einnig upp á sem tvinnbíl, bensín og dísil.

Í öðru sæti á eftir rafdrifna Kona EV var hinn rafhlöðudrifni MG ZS, sem náði að seljast í 2.177 eintökum, aðallega í Bretlandi.

Ítölsk ástríða

Helstu markaðir fyrir sölu á litlum sportjeppum sölu á fyrsta ársfjórðungi 2020; breyting frá janúar-mars 2019

Hybrid aldrifslausn

Önnur tilraun Toyota í þessum flokki, eftir að Urban Cruiser náði ekki velgegni, verður annar litli jeppinn sem býður upp á fullkominn blendingútgáfu (hybrid) drifrásar á eftir Kona.

„Öll drifkerfin sem notuð eru hingað til munu venjulega skerða eldsneytisnýtingu og auka aukið CO2 losun,“ sagði Yasunori Suezawa yfirverkfræðingur Yaris Cross í vídeóráðstefnu. „En í bílnum okkar bætir hybridkerfið ekki aðeins eldsneytisnýtingu heldur veitir það einnig betri afköst“.

Markaðurinn fyrir litla sportjeppa er enn lítilll sem hingað til og svarar aðeins 6 prósent af sölu fyrstu þrjá mánuði ársins, að sögn JATO.

Einnig er búist við að tengitvinnbílar muni hafi takmarkaðan sess í flokknum vegna mikils kostnaðar við tæknina, sagði LMC. Enn sem komið er hefur aðeins Renault tilkynnt að hann muni bæta við tengitvinnútgáfu af Captur.

image

Aðstoð við komu nýrra gerða eins og Toyota Yaris Cross, er búist við að sala minni sportjeppa muni ná aftur fyrri sölu eins og hún var fyrir kórónavírusfaraldurinn á árinu 2021, sem er tveimur árum hraðar en nokkur annar hluti í Evrópu, samkvæmt LMC Automotive.

Aukning í sölu rafbíla

Markaðshlutdeild eftir afltegundum fyrir litla sportjeppa í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi 2020

1. Bensín 72%

Mildir hybrid munu eiga leikinn

LMC er markvissari varðandi framtíð 48 volta mildra blendinga (hybrid) í þessum flokki þar sem þeir spá að fjórðungur allra nýrra minni sportjeppa sem seldir eru árið 2025 muni hafa tæknina.

Ford sér „mjög háar“ pantanatölur á vægu blendingsútgáfunni af nýju Puma, sagði Stuart Rowley, forseti Evrópu, við Automotive News Europe í mars. „Við höfum komið inn á markaðinn sem hybrid og við erum að sjá mjög sterka eftirspurn viðskiptavina,“ sagði hann.

Á sumum mörkuðum, til dæmis í Bretlandi, er eina útgáfan af Puma, sem nú er fáanleg, 1,0 lítra mild blendingsútgáfa (hybrid) gerð með bensínvél, þó að Ford hafi tilkynnt að það komi bensínvél án hybrid sem og 1,5 lítra dísil.

Stóru bílaframleiðendurnir hafa ekki gefist upp á markaðshluta lítilla sportjeppa þrátt fyrir að vera aðeins með 4 prósent af flokknum með Audi Q2 og DS3 Crossback.

LMC telur að BMW muni ganga til liðs við þennan flokk með X1 Sport Cross til að veita hágæða vörumerkjum 7 prósenta hlut árið 2025. Það skilur enn eftir pláss fyrir önnur vörumerki til að selja vöru sem höfðar til viðskiptavina og skilar sterkum hagnaði. Eða eins og Munoz hjá JATO segir: „Þeir eru nauðsynleg vara fyrir flesta framleiðendur“.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is