Mazda afhjúpar rafbílinn Mazda MX-30

image

MAZDA MX-30 – hér eins og bíllinn mun birtast á evrópumarkaði. Ljósmyndir frá Mazda.

image

Ekki er mikið vitað um drifrásina í MX-30, en rafbíllinn er sagður vera með 35,5-kWh litíum-ion rafhlöðupakka og vera að fullu aðlagaður hraðhleðslustöðvum.

image

Afturendinn er framsveigður með vindskeið fyrir ofan afturgluggann. Ný hönnun afturljósa setur svip á bílinn frá þessu sjónarhorni.

image

Líkt og aðrir „crossover“ sportjeppar í dag þá er MX-30 með breiða plastboga í hjólskálum til að undirstrika betur „jeppaeiginleikana“ í útlitinu.

image

Opnun á hurðum á MX-30 er kapítuli út af fyrir sig. Þessi tegund hurðaropnunar hefur sést áður í sportlegum coupé-bílum en ekki áður í svona „crossover“. Aðgengi í aftursæti er með því að halla sætisbaki framsætisins aðeins fram á við.

image

Hér sést vel hvernig hönnuðir Mazda leika sér að því að hafa þakið á bílnum í sterkum grafít-lit sem andstæðu við annan lit á bílnum.

image

Ný hönnun á framljósum gefur framendanum skemmtilegt yfirbragð og ljósin nánast tengjast grillinu.

image

Mikið af smáatriðum undirstrika fágun í hönnun Mazda MX-30, svo sem tengilistinn á milli neðri og efri hluta yfirbyggingarinnar.

image

Útstæð afturljósin minna svolítið á eldri gerðir amerískra bíla, en njóta sín vel hér.

image

Miðjustokkurinn er eins og „hálf-fljótandi“ með örstutta gírstöng og stjórnhnappa þar fyrir aftan. Stokkurinn er klæddur með endurunnum korki, sem er tilvísun í það að Mazda byrjaði sinn feril sem korkframleiðandi.

image

Upplýsingaskjár um miðstöð og loftræstingu er fyrir framan gírstöngina.

image

Endurunninn korkurinn á að skapa hlýlegt og vistvænt yfirbragð í þessum nýja rafbíl

image

Sætin í Mazda MX-30 eru vel formuð og eiga að halda vel utan um ökumann og farþega í akstri.

image

Aftursætisbekkurinn í MX-30 er með aðskilin sæti fyrir þrjá. Hægra megin á myndinni sést vel hvernig hurðaropnunin er að virka.

Mazda Motor Corporation hefur frumsýnt fyrstu fjöldaframleiðslu rafmagnsbifreið sína, kölluð Mazda MX-30, á bílasýningunni í Tókýó 2019.

Bílaheimurinn hefur beðið með eftirvæntingu eftir MX-30, sem er ný viðbót við framboð Mazda, og er þriðji bíll nýrrar kynslóðar frá bílaframleiðandanum.

„Á hvaða tímabili sem er, Mazda vill að fólk upplifi stórkostlegar stundir í lífinu í gegnum bíla,“ sagði Akira Marumoto, aðalforstjóri Mazda á frumsýningunni. „Við munum halda áfram að leitast við að skila skapandi vörum og tækni svo viðskiptavinir okkar muni elska og halda fast í sinn Mazda í langan tíma.“

Ekki vitað mikið um drifrásina

Það var mikið gert úr útliti MX-30 að innan sem utan við frumsýninguna, en af hálfu Mazda var ekki mikið opinberað um mikilvæg smáatriði sem skipta máli fyrir rafbíl: afl og aksturssvið. Hvort tveggja er leyndardómar, þó svo að það virðist sem bíllinn sé líklega eingöngu með vélbúnaðinn að framan. Hann er sagður vera með rafmagnsútgáfu af því sem Mazda kallar „G-Vectoring Control“, sem er kerfi sem dregur úr togi með inntaki stýris til að færa þyngdarpunktnn framar fyrir stærri snertiflöt að framan og betri svörun afls. Rafhlaðan, sem staðsett er í gólfinu í bílnum, er kæld með kælimiðli, svo að hún er ekki einfaldlega loftkæld og bíllinn mun verða samhæfður við algengar hraðhleðslustöðvar.

Sportlegt útlit

Útlit þessa nýja rafbíls frá Mazda er með sportlega tilvísun. Hann er með „fastback“ þaklínu sem er svipuð coupé-sportbílum. Reyndar væri jafnvel hægt að kalla þennan „crossover“ coupé þar sem hann notar sömu gerð af fyrirkomulagi opnunar hurða að aftan og er að finna í coupé-bílunum RX-8 og Saturn Ion. Þakið er einnig fáanlegt í sérstæðum grafítlit. Neðri helmingur yfirbyggingarinnar er einfaldur og svolítið kassalaga með þverskornum framenda. Framendinn er með mun minni útfærslu á fimmhyrningslaga grillinu frá Mazda og grillið samlagast framljósunum vel. Og eins og allir „crossover“-bílar í dag, er MX-30 með stórum plastbogum  við hjólskálar.

Frumlegt innanrými

Innanrýmið í MX-30 er ekki margbrotið en frumlegt, nútímalegt mælaborð sem er lágt og breitt. Nýtt fyrir MX-30 er snertiskjár með stýringum á miðstöð og loftslagskerfi og situr á „fljótandi“ miðjustokki og stjórnborði. Innanrýmið er með einstök efni eins og endurunnið efni úr plastflöskum og korkur er áberandi á miðjustokknum. Sá korkur er gerður úr afgangi frá korktappafyrirtæki og það er fín tilvísun í uppruna Mazda sem korkframleiðanda.

Myndir: Mazda.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is