Toyota mun selja Highlander 7 sæta sportjeppa í Evrópu

Toyota mun kynna nýjan stóran sportjeppa Highlander í Vestur-Evrópu í fyrsta skipti þegar þeir auka úrvalið af tengitvinnbílum/hybrid.

image

Fjórða kynslóð Highlander hybrid sportjeppa verður fyrsta kynslóðin sem seld er í Vestur-Evrópu.

Innkoma sjö sæta sportjeppa á markaðinn árið 2021 mun auka úrval Toyota af bensín-rafknúnum sportjeppum í fjóra þar á meðal Yaris Cross sem einnig kemur í sölu árið 2021.

Toyota selur nú tengitvinnútgáfur af C-HR og RAV4 sportjeppum í Evrópu.

Áfram eftirspurn eftir sjö sæta bílum

„Við höldum áfram að sjá eftirspurn eftir sjö sæta bílum í Evrópu, en það breyttist frá fólksbifreiðum yfir í jeppa,“ sagði talsmaður Toyota.

Toyota selur Prius +, Land Cruiser jeppann og Proace Verso LCV „minivan“ með sjö eða fleiri sætum.

Fjórða kynslóð bílsins, sem kynnt var í bílasýningunni í New York í apríl á síðasta ári, bætti nýtinguna á blendingsútgáfunni um 24 prósent og gerði bílinn þannig álitlegri í Evrópu.

Með hybrid-drifrás með drifi á öllumhjólum mun bíllinn ná CO2-tölunni 146 g/km eins og það er mælt með WLTP mælikerfinu, að sögn fyrirtækisins. Bíllinn sameinar 2,5 lítra fjögurra strokka bensínvél með tveimur rafmótorum fyrir samanlagt afköst sem eru 241 hestöfl. Orka sem endurheimt er frá hemlun er geymd í nikkelmálmhýdríð rafhlöðu.

Bandarísk framleiðsla

Bíllinn deilir TNGA-K pallinum með Camry miðstærðar fólksbílnum. Evrópskar gerðir verða smíðaðar í bandarísku verksmiðjunni Toyota í Indiana, Ohio, að sögn fyrirtækisins.

Verð mun koma í ljós nær markaðssetningunni í Evrópu.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is