Af hverju er hönnun lógóa orðin flöt?

    • Af hverju eru bifreiðamerki að breytast í tvívídd og missa þannig mikið af hönnunarþáttum sínum?
    • Er þetta góð hugmynd?

Naumhyggja eða „mínímalismi“ er mjög ofarlega á baugi þessa dagana og að undanförnu hafa sum merki eða lógó bílaframleiðenda tekið breytingum. Þetta hefur vakið upp vangaveltur víða sem við höfum tekið eftir á vefnum, og fengið okkur jafnt sem aðra til að velta þessu fyrir okkur; virkar naumhyggja á lógó fyrirtækisins eða hefur hönnun þeirra ekki verið nógu góð?

image

Horfum á Volkswagen merkið, þrívíddin horfin og ytri hringurinn sem var utan VW merkið er ekki lengur til staðar. BMW skjöldurinn er nú líka í tvívídd og hefur tapað svarta hringnum.

Með nákvæmlega ekkert á sínum stað er það nú gegnsætt. Hvað Nissan varðar, hefur japanska fyrirtækið einnig tekið málmyfirbragðið úr merki sínu og um leið losað sig við rétthyrninginn sem hýsti Nissan-stafina. Í stað þess? Ekkert. Það er nú líka gegnsætt.

BMW og VW benda á ákveðin undirliggjandi samskipti sem þau segja að nýju lógóin þeirra hafi. BMW segir að gegnsæi merkisins sé „boð“ fyrir viðskiptavini að taka þátt í BMW heiminum, en VW segir að nýtt merki sé „hreinna“ og tákni nýja Volkswagen mottóið „engin sía“. Jú, á vissan hátt er hægt að ímynda sér það, en það er nokkuð óhlutbundið.

Bæði þýsk vörumerki segja einnig að nýju lógóin sín séu auðveldari í öllum miðlum og vitni sérstaklega í stafræna heiminn. Og þar getum við verið sammála hér, einfaldari lógó með færri þáttum skila miklu betri árangri en flóknari; sérstaklega á litlum skjám sem í dag og í framtíðinni eru líka meðtalin öll snjallúrin.

Svart-hvít mynd var sniðug, litmynd var bónus og að fá eitthvað eins og blýant, hettu eða lyklakippu með merki bílafyrirtækis á því? Maður, þetta gat ekki verið meira spennandi!

Merki er ætlað að gera nákvæmlega þetta. Bara merkið sjálft, án vörunnar, mynda spennu fyrir lógói og hjálpa til við að byggja upp vörumerki; merki eru það sem fólk safnar og vill prýða húfurnar sínar, stuttermabolana, blýanta og og margt annað. Við erum ekki vissir um að þessi nýju lógó vekji sömu tilfinningar. Þau eru of einföld og það sem meira er – týnast of auðveldlega. En við gætum haft rangt fyrir okkur eða við erum einfaldlega rangur aldurshópur. Kannski höfðar þessi hönnun til þeirra yngri! Tíminn mun vissulega leiða það í ljós. Þangað til væri gaman að heyra hvað öðrum finnst!

(byggt á hugleiðingum á vef Autocar á Indlandi)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is