Maruti Suzuki Jimny

Suzuki Jimny kemur sem fimm dyra

Það kemur fram á nokkrum vefmiðlum að framleiðslufyrirtækið Maruti Suzuki á Indlandi mun einnig smíða Jimny fyrir indverska markaðinn sem fimm dyra bíl með framlengdu hjólhafi. Áætlað er að framleiðslan muni hefjast á þessu ári.

image

Það hafa margir fjallað um mögulegan fimm hurða Suzuki Jimny, þar á meðal rússneska bílablaðið, Auto Mail, og það birti þessa mynd af fimmdyra gerð Jimny sem teiknarinn Nikita Chuyko bjó til.

Eftir að framleiðslu Suzuki Gipsy lauk á indverska markaðnum hyggst Maruti-Suzuki smíða Jimny í framtíðinni. Fyrirtækið tilkynnti þetta í febrúar. Hins vegar ekki í þeirri fyrri mynd, sem við þekkjum best sem 3,5 metra stutta þriggja hurða útgáfan, en þess í stað á að framleiða Maruti Jimny fyrir Indland í lengri útgáfu sem fimm dyra með lengra hjólhafi, segir netmiðillinn Autocar India.

Framleiðsla á Indlandi frá júní

Samkvæmt fréttinni ætti Maruti Suzuki að byrja að framleiða þriggja hurða Jimny í júní 2020, sem á að framleiða í Hansalpur / Gujarat verksmiðjunni. Þriggja hurða bíllinn verður þó aðeins smíðaður til útflutnings. Framleiðsla fimm dyra bílsins, sem er ætluð bæði Indlandsmarkaði og til útflutnings er ráðgert að hefjist í árslok 2020.

image

Og hér er engu líkara en að teiknarinns é búinn að setja Jimny í íslenskt landslag.

Suzuki í Japan er meirihlutaeigandi indverska merkisins Maruti-Suzuki. Með yfir 50 prósenta markaðshlutdeild er Maruti leiðandi indverski bílaframleiðandinn. Fram til ársins 2019 hafði Maruti framleitt Gipsy, sem er samsvarandi langar útgáfu af Suzuki Samurai.

Framleiðsla Suzuki Jimny í Japan hefur náð afkastagetumörkum vegna mikillar alþjóðlegrar eftirspurnar og framleiðslukostnaður í Japan er talsvert hærri en á Indlandi. Þess vegna gæti Jimny komið til Evrópu frá indverskri framleiðslu í framtíðinni.

image

Hér hvernig X-TOMI DESIGN sér fyrir sér pallbílsútgáfu af Jimny.

Ekki höfum við hér hjá Bílabloggi í dag vitneskju um hvaða vélar verða í þessum Suzuki Jimny-bílum frá Indlandi, en eins og kunnugt er hefur sölu á Jimny verið hætt í Evrópu vegna óhagstæðra véla sem eru í bílnum og falla ekki að mengunarskilmálum Evrópusambandsins.

Markaðir spenntir fyrir fleiri gerðum

Í byrjun þessa árs á bílasýningunni í Tókýó sýndi Suzuki einn pallbíl sem byggður var á Jimny. Það kom ekki á óvart að markaðir tækju slíkum bíl vel, sérstaklega þá í Ástralíu. Tímaritið „Wich Car“ greindi frá því að Suzuki Ástralíu hafi fljótlega fengið óskir um slíkan Jimny pallbíl og stærri fimm dyra gerð. Bílaframleiðandinn er sagður viss um að eftirspurn væri eftir báðum gerðum.

image

Og hér er hugmynd X-TOMI DESIGN á opinni útgáfu af Jimny.

„Ef nafnið byrjar á 'Jimny', munum við selja það,“ sagði Michael Pachota, framkvæmdastjóri Suzuki í Ástralíu. „Fimm dyra myndi víkka úrval viðskiptavina umfram hefðbundna kaupendur, þá sem leita að ævintýrum og ungu ökumennina sem vilja bara svona lítinn 4 × 4. Þetta myndi virkilega víkka kaupendahópinn okkar“.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is