Ford T-módel: Bíllinn sem varð almenningseign

image

Ford T-módel – „Tin-Lizzie“ árgerð 1908

Bíllinn sem fyrst náði því að verða almenningseign, T-módelið eða „Tin Lizzie" frá Ford, er eflaust einn sögufrægasti bíll allra tíma.

Það var fimm árum eftir að Ford Motor Company var stofnað sem Henry Ford stóð að þeirri mestu breytingu sem orðið hafði í framleiðslu á bílum. Með því tókst honum að gera bílinn að almenningseign og tókst Ford T að ná mörkuðum sem engum öðrum hafði tekist. Á árunum eftir 1920 var svo komið að helmingur bíla í heiminum var af gerðinni Ford.

Fyrsta árið komu tíu þúsund bílar á götuna og 1913 þegar samsetningarlínan með færiböndum kom til sögunnar þá fyrst tók framleiðslan við sér og á árunum 1923, '24 og '25 voru framleiddar tvær milljónir Ford T á ári. Ford T gat komist í 70 kílómetra hraða og eyðslan var um tíu lítrar á hundraðið.

Ekki síst átti hann velgengni að fagna vegna þess að hægt var að aka honum alstaðar vegna þess hve léttbyggður hann var.

Árið 1927 var hætt að framleiða Ford T og sá sem kom í staðinn var Ford A sem var framleiddur á árunum 1928 til 1932 í alls fjórum og hálfri milljón eintaka.

Í Trafford Park í Manchester (sem margir þekkja vegna bresku knattspyrnunnar) voru framleidd frá 1911 alls 302 þúsund T-módel. Þremur árum eftir að byrjað var að framleiða bíla þar þá seldi Ford helmingi fleiri bíla en stærsta breska bílaverksmiðjan.

Framleiðslu þar var hætt 19. ágúst 1927 kl. 11.58. Þá þegar hafði framleiðslu á þessum fyrsta „fólksvagni" verið hætt í Bandaríkjunum. Þann 26. maí sat Henry Ford sjálfur við stýrið þegar - fimmtán milljónasta T-módelið kom úr verksmiðjunni í Highland Park í Detroit.

image

Fimmtán milljónasta eintakið af Ford T-módel – Henry Ford sjálfur næst okkur á myndinni í bílnum.

Fyrir utan Bandaríkin var „Tin Lizzie" framleidd í Antwerpen, Berlín, Bordeaux, Cadiz, Cork, Kaupmannahöfn, Manchester og París. Ópinber tala á þeim bílum, sem framleiddir voru, er samtals 16 milljónir.

Henry Ford sat sjálfur við stýrið þegar T-módel númer fimmtán milljón og jafnframt því síðasta af þeirri gerð var ekið af færibandinu 26. maí 1927. Á myndinni eru eldri gerð af Ford T, í miðið fyrsti billinn sem Ford smíðaði og loks sá síðasti, fimmtán milljónasta eintakið at T-módelinu. Alls voru smíðaðar 16 milljónir af T-módelinu því að verksmiðjur voru um allan heim.

Hinn frægi 999 bíll sem Henry Ford smíðaði og setti mörg hraðamet undir stjórn Barney Oldfield sem situr undir stýri.

image

Hinn frægi 999 bíll sem Henry Ford smíðaði og setti mörg hraðamet undir stjórn Barney Oldfield sem situr undir stýri.

image

Og hér er 999-bíllinn á Ford-safninu í Detroit

image

Henry Ford – framtak hans á sviði bílaframleiðslu gerði bílinn að raunverulegri almenningseign

Maðurinn sem gerði bíllinn að almenningseign

Maðurinn sem gerði bílinn að almenningseign var óumdeilanlega Henry Ford. Hann fæddist árið 1863 á sveitabæ nálægt Dearborn í Michigan. Af því að hann hafði meira gaman af því að föndra við klukkur og önnur tæki i stað þess að fást við landbúnað þá taldi hinn írskfæddi faðir hans hann „vera úr jafnvægi". Henry fékk enga tæknilega menntun og í reynd endaði skólaganga hans áður en hann varð 16 ára.

1888 giftist Henry Ford Clöru Bryant sem var frá nágrannabóndabýli. Þau eignuðust eitt barn, Edsel Ford. Allt til dánardægurs hafði Clara mikil áhrif á eiginmann sinn. Clara lifði mann sinn og lést Ekki fyrr en 1950.

1891 fór Henry að vinna hjá Edison Illuminating Company.

Framgangur hans þar varð ör og varð hann fljótlega yfirverkfræðingur. Í frístundunum vann hann Hins vegar i skúr á bak við húsið sitt að því að smíða „vagn án hests".

Thomas A. Edison, uppfinninga maðurinn frægi, hvatti Henry mjög til að halda áfram þegar þeir hittust fyrst 1895. Árið eftir tókst Henry að smíða fyrsta ökuhæfa bílinn.

image

Fyrsti bíllinn sem Henry Ford smíðaði árið 1896, „Quadricycle“ – eða „fjórhjólið“

Síðar smíðaði hann kappakstursbíl, 999, sem setti heimsmet í hraðakstri 1902 og 1903. Ford sjálfur setti síðan met árið 1904, 146 km á klst.

Henry Ford stofnsetti Ford Motor Company ásamt nokkrum öðrum árið 1903 og varð síðan 1906—7 aðaleigandi fyrirtækisins.

Henry Ford lést 1947, 84 ára að aldri.

image

Henry Ford stendur hér við hlið Ford T-módels frá árinu 1921

image

Á myndinni gefur að líta færibandið í Highland Park árið 1914 og sýnir hún þann hluta þess þar sem vélar voru settar í bílana.

Uppfinningin sem lækkaði bílverð um helming:

Færibandið 106 ára

Á komandi hausti, nánar tiltekið 7. október, á uppfinning innan bílaiðnaðarins afmæli. Þessi nýjung átti sinn þátt í að gjörbylta þeirri ungu iðngrein sem bílasmíðin var og jafnframt að gera bílinn að almenningseign.

Það var 7. október 1913 sem Henry Ford tók færibandið í notkun við smíði T-módelsins. Grindur bílanna voru dregnar eftir verksmiðjunni með reipi. Með þessu tókst að stytta framleiðslutímann um helming og einnig að lækka verðið um helming.

„Það var fyrir sjötíu og fimm árum sem langafi minn og félagar hans tóku í notkun þá tækni sem gerði

þann draum hans að veruleika að smíða bíl á viðráðanlegu verði fyrir fjöldann," sagði Edsel B. Ford II, sölustjóri Lincoln-Mercury deildar Ford og sonarsonur stofnandans Henry Ford, þegar haldið var upp á 75 ára afmælið í október 1988. „Hjá Ford er takmarkið enn það sama og var á tímum langafa, að mæta kröfum kaupenda með því að smíða ódýra hágæðabíla sem eru peninganna virði", sagði Edsel B. Ford.

Einfalt en áhrifaríkt

Færiband Henry Ford var einfalt en áhrifamikið. Kaðall, sem festur var við spil, dró bílinn áfram eftir verksmiðjugólflnu, á meðan þeir sem unnu við samsetningarnar festu hina ýmsu hluti bílsins við grindina. Með þessu urðu verkamennirnir sérfræðingar hver á sínu sviði og gæði bílanna jukust snarlega.

Þegar hætt var að smíða T-módelið árið 1927 höfðu alls 15.456.868 bílar runnið af færibandinu. Þetta met var fyrst slegið af gömlu góðu Volkswagen „bjöllunni“mörgum áratugum síðar.

image

Fyrsta T-módelið frá 1913, sem kom af færibandinu í Highland Park,

Færiböndin skipa enn stóran sess í bílasmíði nútímans, en vélmenni eða tilberar (eins og félagi minn og samstarfsmaður við bílaskrif hér á árum áður, Sigurður Hreiðar, vill kalla þá) hafa tekið við mestu af einhæfu og hættulegustu verkunum, eins og til dæmis sprautun bílanna.

Sumar bílasmiðjur eru orðnar svo sjálfvirkar að hinn venjulegi verkamaður við færibandið er horfinn, en í staðinn eru komnir eftirlitsmenn sem fylgjast með vinnu tilberanna.

Vélmenni eða tilberar eru ekki aðeins notaðir við sjálfa smíði bílanna heldur notaðir til að setja í rúður, mælaborð, rafgeyma og varadekk á sinn stað.

Í sumum bílasmiðjum, eins og til dæmis Volvo-verksmiðjunum, er hið eiginlega færiband horfið en vinnuhópar hafa leyst það af hólmi að hluta. Færiböndin sjá áfram um að færa hlutina til smíðinnar jafnóðum og þeirra er þörf.

Breytti meiru en margir halda

Tilkoma færibandanna breytti meiru en margir halda; strax á árunum í kringum 1920 voru ýmis heimilistæki framleidd á færiböndum.

Þetta er skoðun David A. Hounsell sem er prófessor í sagnfræði í háskólann í Delaware og hefur rannsakað sérstaklega bandaríska framleiðslutækni.'

„Það sem gerðist í Detroit árið 1913 hefur sennilega breytt lífsmáta á 20. öldinni meira en nokkuð annað ef atómsprengjan er frátalin," segir dr. Hounsell.

Það sem dr. Hounsell er að vitna til er tilkoma færibandanna í verksmiðju Ford í Highland Park.

Hafði aukna nýtni í för með sér

Tilkoma færibandanna hafði einnig í för með sér aukna nýtni í framleiðslunni. Þegar ný verksmiðja Ford var opnuð í Bordeaux í Frakklandi 1919, og leysti þar með af hólmi eldri verksmiðju frá 1913, var allt gert til þess að auka nýtnina í verksmiðjunni sem smíðaði T-módel á fyrsta færibandinu í Frakklandi.

Þessi nýja verksmiðja átti hins vegar við vanda að stríða sem leiddi af aukinni afkastagetu. Engin bílastæði voru til þess að taka við stórauknum straumi bíla úr verksmiðjunni og því varð að nota nærliggjandi götur fyrir bílana.

image

Þegar haldið var upp á 100 ára afmæli Ford T-módel árið 2008.

Þegar Ford Model T kom aðeins í svörtum lit í nokkur ár!

image

„Þú getur fengið hann (Ford Model T) í hvaða lit sem er svo lengi sem það er svart“ - Þetta er fræg tilvitnun eftir Henry Ford. Þetta leiddi til þess að margir trúðu því að Ford Model T væri aðeins fáanlegur í svörtu.

Þetta er hins vegar rangt. Ford Model T var kynntur 1. október 1908. Einnig þekktur sem „Tin Lizzie“, Ford Model T var fyrsti hagkvæmi fjöldaframleiðslubíll sögunnar. Eða til að vera nákvæmur, fyrsti haganlegi hestalausi vagninn.

Henry Ford miðaði að því að gera bíl „nógu stóran fyrir fjölskylduna en nógu lítinn fyrir einstaklinginn til að keyra og sjá um“. Verði var einnig haldið niðri svo að allir sem hefðu það gott hefðu efni á slíku.

Það eru margar kenningar um hvers vegna Henry Ford valdi aðeins svart þá. Ford Model T módel voru máluð með tækni sem kallast „japanning“ (þekkt í dag sem bökuð gljáhúðun). Húðunin var notuð til skreytingarefna á níunda áratugnum. Japanning gaf svarta píanó áferð og reyndist einnig vera endingargóð og hörð lausn. Svartur var eina litarefnið sem það virkaði í.

Önnur kenning er sú að svartur litur þornaði hraðar en nokkur litur. Þetta hjálpaði mikið til að auka framleiðslu. Árið 1914 kynnti Henry Ford framleiðslu á færibandi; sem næstum allir framleiðendur fylgja í dag. Framleiðsla á færibandi var virkilega hagkvæm fyrir Ford. Að nota aðeins einn lit (svartan) jók skilvirkni enn meira.

En seint á 20. áratugnum voru keppinautar Model T í boði í mismunandi litum. Að lokum neyddist Ford til að framleiða Model T í öðrum litum en Black til að viðhalda sölu.

[Greinin birtist fyrst í apríl 2020]

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is