Sumir hafa eflaust prófað að finna Android Auto til að geta notað t.d. Google Maps á upplýsingaskjánum í bílnum með snjallsímanum og komist að því að Google, sem á Android stýrikerfið, býður ekki upp á það app á Íslandi. Android Auto kemur þó með útgáfu 10 af Android stýrikerfinu er sagt en ef þú ert með eldri snjallsíma sem er ekki hægt að uppfæra í útgáfu 10 eða af einhverjum ástæðum getur ekki beðið þá skaltu lesa áfram.

Flestir nýir og nýlegir bílar eru annað hvort útbúnir stórum upplýsingaskjá eða útvarpi með stórum skjá. Á þessum skjá er t.d. hægt að stilla miðstöðina, stilla útvarpið, breyta stillingum bílsins o.m.fl., þar með talið leiðsögn eins og GPS sem kemur frá farsíma eða geisladiski í sumum tilfellum.

Það er samt hægt að ná í og nota Android Auto þó appið finnist ekki í Google Play Store og það er gert svona:

Þetta virðist vera áreiðanleg síða án allra vírusa en boðið upp á allskonar öpp og auglýsingar áður en listi eins sést á myndinni fyrir neðan birtist, bara smellið ekki á neitt nema í þeim lista. Það þarf að velja skrá úr listanum sem hentar símanum.

Ef það er ekki á hreinu hvaða Architecture (sumstaðar kallað Instruction set) síminn er hannaður með þá er best að leita (gúgla) að Specifications fyrir nákvæmlega þína týpu af síma. Mikilvægast er hvort síminn sé 32 eða 64 bita. Ef skráin er fyrir 64 bita síma þá er talan 64 í Architecture t.d. er arm64-v8a fyrir 64 bita síma. Sé valin röng skrá þá einfaldlega klikkar uppsetningin. Þá er bara að prufa aðra skrá þangað til að sú rétta er fundin.

Þegar það er komið á hreint hvaða skrá hentar símanum er smellt á nafn skráarinnar sem er blátt í listanum og hún hleðst niður í símann. Þegar niðurhalinu er lokið er skráin opnuð og appið sett upp.

Ef það eru einhver vandamál við að opna skrána eftir niðurhalið gæti hjálpað að skoða þessa síðu hér.

Að því loknu er Android Auto virkt og hægt að nota Google Maps, Spotify og mörg önnur öpp sem er þá stjórnað frá skjánum og/eða tökkum í bílnum.

Varðandi uppfærslur þá fást þær ekki í Google Play Store. Það þarf að fara aftur á þessa síðu og hala niður nýjustu uppfærslunni.

Gangi ykkur vel.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is