VW mun frumsýna nýtt lógó á bílasýningunni í Frankfurt

image

VW forsýndi nýja merkið, hægra megin á myndinni, í „Hello Light“ auglýsingaherferð sinni á dögunum.

Volkswagen stefnir að því að nota bílasýninguna í Frankfurt til að opinberlega afhjúpa nýtt lógó, sem þegar hefur sést á frumgerð bíla sem verið er að prófa.

Nýja, tvívíddarmerkið mun koma í stað þess sem kynnt var árið 2000, en það var með þrívíddaráferð og var lýst upp frá vinstra horninu þar sem það útlit var í tísku á þeim tíma. Nýja merkið er næst merkinu sem var notað á árunum eftir heimsstyrjöldina - mesti munurinn verður þykkari ytri hringur.

Í byrjun verur breytt hjá umboðum VW vörumerkisins í Evrópu breytt síðan Kína í október, að sögn VW. Breytingunni verður síðan hrint í framkvæmd skref-fyrir-skref í Norður- og Suður-Ameríku sem og umheiminum frá byrjun árs 2020.

Auðvitað, skiltið sem er á bílnum og merkið sem fer á hús umboðsaðila og aðra hluti eru mismunandi hlutir: Sölumenn VW hafa notað þrívíddarbláa hönnun, en bílar hafa haldið krómstöfum með svörtum bakgrunni.

Áttunda kynslóð Golf verður fyrsti bíllinn í framleiðslu sem fær nýja merkið.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is