Þar sem fleiri lesendur virðast eiga góðar minningar um gamla Citroën DS en þeir sem eiga miður góðar minningar um hann, þá ætla ég að koma með aðra íslenska kvikmyndasnilld þar sem slíkur bíll fór með hlutverk. Áhættuhlutverk jafnvel.

Lesandi benti á að í hinni óborganlegu kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Kristnihald undir jökli frá árinu 1989, væri einmitt Citroën DS. Þakka ég fyrir góða ábendingu!

image

Sé ég ekki betur en að númeraplatan á bílnum sé erlend, sbr. skjáskotið en nú er ég nokkuð viss um að einhverjir lesendur þekki til og geti, á Facebookþræði þessarar færslu, sagt okkur meira um þennan tiltekna bíl. Jafnvel hvort þetta hafi verið síðasta kvikmyndahlutverk hans.

Hér er Citroën á Snæfellsnesi og þau Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum. Hún sem hin seiðmagnaða Úa og hann sem umboðsmaður biskups.

Tengt efni sem bráðnauðsynlegt er að kunna skil á í hinu stóra samhengi:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is