Nýr Jaguar J-Pace rafknúinn sportjeppi á að takast á við Tesla Model X

    • Jaguar skipuleggur nýjan stóran rafknúinn jeppa sem mun sitja efst í röðinni og starfa sem vistvænn valkostur við Porsche Cayenne

Jaguar er að leggja lokahönd á hönnun á nýjum rafknúnum jeppa sem mun sitja fyrir ofan I-Pace í framboði vörumerkisins. Hann verður kallaður J-Pace og á að vera beinn keppinautur Tesla Model X, sem er líka rafknúinn.

image

Opinberar upplýsingar um J-Pace verkefnið eru ennþá á huldu, en það er litið svo á að rafknúni sportjeppinn verði byggður á sama MLA grnni og mun styðja næstu kynslóð Jaguar XJ og Range Rover.

Pallurinn hefur verið hannaður til að styðja bensín og dísel, tengiltvinnbíla og fulla rafníla en J-Pace verður eingöngu með rafmagn.

Til þess að vera samkeppnishæf við Tesla Model X sviðið, þá þarf J-Pace að ná hámarks WLTP sviðinu í kringum 480 km.

Búist er við fjórhjóladrifi, en MLA grunurinn er sagður geta stutt rafhlöður allt að 100kWst. Hins vegar er einnig líklegt að smærri rafhlöðuvalkostir verði í boði til að lækka verðpunkt J-Pace.

(Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is