Morgan hættir með stálgrind sem notuð hefur verið frá 1936

Núverandi og nýjar gerðir verða með CX kynslóð álundirvagns

HFS Morgan, samnefndur eigandi breska sportbílaframleiðandans, byrjaði sína framleiðslu árið 1908 með því að smíða þriggja hjóla bíla sem knúnir voru tveggja strokka V-mótorhjólamótorum.

image

Í upphafi smíðaði Morgan aðeins 3ja hjóla bíla, hér er einn frá 1929.

Bílaframleiðandinn tilkynnti að frá og með árinu 2020 muni þeir hætta með stálgrindina sem er í núverandi 4/4, Plus 4 og V6 Roadster.

image

Og hér er annar þriggja hjóla Morgan frá 1935, en framleiðslu á þriggja hjóla bílunum var formelga hætt árið 1952.

Ný kynslóð CX undivagnsins, sem kemur í staðinn, mun verða úr styrktu áli sem var frumsýnd á Morgan Plus Six á bílasýningunni í Genf á þessu ári.

Önnur tilraun Morgan tengd áli

CX arkitektúrinn er önnur leið Morgan tengd áli, bílafyrirtækið notaði styrktan og hnoðaðan álundirvagn fyrir Morgan Aero 8 og Plus 8 við síðustu aldamót.

image

Morgan 4-4 árgerð 1936, fyrsti fjögurra hjóla sportbíllinn frá Morgan.

Ástæðurnar fyrir því að fara aftur í léttan málm eru þær sömu núna og þær voru árið 2001, sagði Steve Morris, forstjóri Morgan, „Við gerum okkur grein fyrir þörf fyrir bíl sem fellur að vaxandi þörfum viðskiptavina okkar, sem og framtíðarkröfur laga.“

image

Haldið var upp á 110 ára afmæli verksmiðjanna í fyrra, 2018, og hér eru nokkrir „afmælisbílar“.

Undirvagn sem vegur aðeins 97 kg

Glænýr undirvagn sem er þróaður innan fyrirtækisins og vegur aðeins 214 pund táknar einnig gríðarlega fjárfestingu fyrir bílaframleiðandann sem smíðaði 850 bíla árið 2018, svo búist er við að sjá framboð Morgan stækka með nýjum gerðum og nýjum vélum.

image

Hér eru tveir undirvagnar frá Morgan, nær er nýi undirvagninn – allur úr áli en fjær er undirvagninn sem þjónað hefur frá 1936.

Morgan hefur þegar sagt að bílarnir í framtíðinni muni bjóða upp á vélar minni en BMW 3,0 lítra sex strokka línuvélina í Plus Six, og handskipta gírkassa.

image

Sportbílarnir frá Morgan hafa ávallt þótt glæsilegir, tveggja sæta með langt vélarhús.

Talið er að vísbending Morris þýði komu 2,0 lítra fjögurra strokka BMW undir langt vélarhús Morgan og sex gíra handskiptan gírkassa.

Hátíðarútgáfa væntanleg

Maður lætur 83 ára fjölskyldumeðlim ekki hætta störfum án tilefnis og því ættum við að búast við að minnsta kosti einni hátíðargerð á gömlu stálgrindinni árið 2020. Næsta ár mun „skapa tækifæri fyrir okkur til að halda upp á mikilvægi fráfarandi hefðbundinnar stálgrindar og framlag hennar til merkisins“, sagði Morris og að þeim „ hlakki til að halda upp á það með viðeigandi hætti“.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is