Ford Bronco til sölu á vef Amazon

Sennilega hefur ekki verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu hin síðari ár eftir nýrri gerð frá Ford, eins og nýja Bronconum. En biðin er brátt á enda því næsta vor mun nýr Bronco verða kynntur hjá Ford.

image

Bronco Ranger XLT kenndur við Bonanza.

Mikil eftirvænting

Ford hefur staðið fyrir allskyns uppákomum tengdum Bronconum undanfarið, allt frá keppni á R útgáfu bílsins í Baja 1000 keppninni (þar sem hann reyndar tapaði) og upp í það að selja allskyns varning á vef Amazon.

image

Bronco R í Baja 1000 keppninni.

Já, það er rétt!  Það er sérstök Bronco „búð“ á vef Amazon og hún fór í gang núna rétt fyrir Black Friday og Cyber Monday.

Vöruframboðið er ansi yfirgripsmikið í ljósi þeirrar staðreyndar að Bronco hefur ekki verið á markaðnum síðustu 23 ár.  Til að mynda má finna finna allt frá gjafavöru til leikfanga og meira að segja ganga þeir svo langt að bjóða upp á ósvikna „Dennis Carpenter“ aukahluti sem voru vinsælir í fyrstu kynslóð jeppans.

image

En af hverju er Ford að auglýsa í netverslun Amazon?  „Jú, það er af því að aðdáendur Bronco eru ótrúlega tryggir vörumerkinu,“ segir Casie OcanBa vörumerkjastjóri Ford.

Þrátt fyrir tryggð aðáendahópsins á hann eflaust eftir að stækka miðað við þann áhuga sem myndast hefur við fréttir af endurvakningu Ford Bronco.  Reikna má með að áhuginn eigi eftir að aukast verulega strax í byrjun nýs árs.

Vísar til fortíðar

Nýi Broncoinn verður ekki einungis í boði í fjögurra dyra útgáfu heldur líka tveggja dyra enda vísun til hins sígilda, klassíska Broncos frá sjöunda áratugnum.

image

Ekkert hefur verið gefið upp um getu vélar eða drifbúnaðar né heldur endanlegs útlits bílsins.

En áður en nýi Broncoinn kemur til Íslands eða ef þú ert forfallinn Bronco aðdáandi eða ert jafnvel að spá í að verða slíkur aðdáandi – skelltu þér þá á þennan link og sjáðu hvað Ford hefur upp á að bjóða í netverslun Amazon. Bílaframleiðandinn segir að þar sé jafnvel hægt að nálgast hluti sem tileinkaðir eru Bronco R.

(Byggt á frétt af www.autoevolution.com)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is