Jeep Wagoneer er á leiðinni – enn bara sem frumgerð

Stóri jeppinn er að koma aftur – væntanlega sem 2021 árgerð!

Samkvæmt mörgum vefsíðum um bíla þá eru Jeep Wagoneer og Grand Wagoneer að koma aftur. Birst hafa myndir af bílum í reynsluakstri, vel húðaðir í dularklæðum, en nú virðist að framleiðandinn, FCA sé kominn á næst stigi prófsins. Eins og stendur er ekki vitað um muninn á Wagoneer og Grand Wagoneer, né hvort hann sé að fullu skilgreindur af FCA, en vefsíður giska á að Grand Wagoneer muni verða glæsilegri af þessum tveimur. Þess er vænst að þeir verði að mestu svipaðir hvað varðar undirvagn.

image

Eins og sögusagnirnar, þá virðast myndirnar sem hér fylgja sýna vel falinn jeppa sem líkist stórum Cherokee hvað varðar útlit. Raunverulegar útlitslínur og hönnun eru enn fullkomlega á huldu og kalla bara á ímyndunaraflið. Upprunalega var Grand Wagoneer kassalaga í útliti en óvíst hvort Jeep reynir að halda því útliti.

image
image

Þrátt fyrir að hönnunin sé enn ráðgáta, þá má sjá ýmislegt í þessum myndum. Há framhúða, langt hjólhaf og hátt þak gefa sínar vísbendingar. Felgur og hjólbarðarnir eru örugglega í stærri kantinum og veghæð frá jörðu er einnig góð. Hvað varðar fjöðrun þá er að sjá að bíllinn sé með sjálfstæða fjöðrun að aftan eins og Grand Cherokee. Þar sem þessum Jeep er ætlað að vera í flokki lúxusjeppa frá Jeep kemur þetta val ekki á óvart – þægindi í akstri verða aðalatriðið hér.

Vefsíður gera ráð fyrir því að þessi nýi stóri jeppi komi sem 2021 árgerð og verði hugsanlega með einhver svipuð einkenni og Ram 1500. Heyrst hefur að vélbúnaðru verði meðal annars sex strokka línuvél frá FCA. 5,7 lítra V8 er einnig möguleiki. Enn sem komið er eru þetta ennþá vangaveltur, en margir bíða þess spenntir að sjá loksins stóra jeppann út á þjóðvegum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is