Audi e-tron fær 5 stjörnu bandaríska NCAP einkunn

Audi e-tron hefur fram að þessu fengið hæstu öryggiseinkunn frá NCAP í Bandaríkjunum, NCAP í Evrópu og IIHS sjálfstæðri tryggingastofnun fyrir öryggi á þjóðvegum í Bandaríkjunum.

Með toppöryggiseinkun frá IIHS (Top Safety Pick+) og annarri 5 stjörnu útkomu í Euro NCAP, má því slá því föstu að e-tron sé mjög öruggur bíll - eins og búast mátti við með hliðsjón af stærð, þyngd og miklu öryggiskerfi.

image

Niðurstöður:

„Audi e-tron árgerð 2019, fyrsta bíll Audi sem eingöngu notar rafmagn, hefur fengið hámarksútkomu, fimm stjörnur, í nýjustu prófunum hjá bandarísku umferðaröryggismálastofnuninni fyrir þjóðvegi á nýjum ökutækjum. Prófanir NCAP á ökutækju felast í í árekstrarprófum, þar á meðal á framenda, hlið og veltiprófum. Þessar þrjár prófanir eru dæmigerðar fyrir meirihluta árekstra og slysa á þjóðvegum í Bandaríkjunum“.

image

Þessi myndaröð sýnir helstu þættina í árekstraprófunum á Audi e-tron

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is