Toyota RAV4 í tengitvinnútgáfu er ætluð sportlegum ökumönnum

-sem eru líka meðvitaðir um umhverfið

LOS ANGELES – Toyota RAV4 með tengitvinnbúnaði mun verða beint að viðskiptavinum sem eru að leita að karftmiklum sportjeppa sem er einnig umhverfisvænn.

RAV4 tengitvinnbíll (plug-in hybrid) mun fara í sölu á seinni hluta næsta árs sem flaggskip flota Toyota í „hybrid!-bílum.

image

Með krafti frá viðbótar-rafmótor getur RAV4-tengitvinnsportjeppinn farið úr 0 í 100 km / klst. á 6,2 sekúndum, segir Toyota.

Það er CO2 losun upp á 30 grömm á km með því að nota WLTP staðla, það lægsta í sínum flokki, sagði Toyota í fréttatilkynningu við frumsýningu bílsins á bílasýningunni í Los Angeles, en RAV4 tengitvinnbíllinn var frumsýndur í Los Angeles á miðvikudaginn 20. nóvember.

2,5 lítra bensínvél + 2 rafmótorar

Bíllinn er með 2,5 lítra, fjögurra strokka bensínvél ásamt tveimur rafmótorum, sem býður upp á allt að 302 hestafla afköst. Með viðbótar rafmótorum getur sportjeppinn hraðað úr 0 í 100 km / klst. á 6,2 sekúndum, sem er betra en hjá hefðbundnum keppinautum hans, sagði Toyota.

Ný rafhlaða

Toyota sagði að fyrirtækið hafi þróað nýja rafhlöðu með mikla afkastagetu, nýja litíumjónarafhlöðu fyrir RAV4 tengitvinnbílinn og bætt við búnaði til aflaukningar við aflstýringarkerfi bílsins.

RAV4 tengitvinnbíllinn er með 60 km aksturssvið, ef eingöngu er notað rafmagn. Aldrif er staðalbúnaður.

image

Mælaborðið fyrir framan ökumanninn er næsta einfalt í þessum tengitvinnbíl: Hægra megin er tvískiptur mælir sem sýnir stöðuna á bensíngeyminum í efri hlutanum en stöðuna á rafhlöðunni á þeim neðri. Vinstra megin er síðan “orkumælir” sem sýnir hvenær bíllinn er að hlaða inn á rafhlöðuna, sparnaðarstillinguna fyrir miðju og síðan efst þegar bíllinn er að nota allt aflið sem er tiltækt.

Toyota hóf sölu á fimmtu kynslóð RAV4 í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi með vægum blendingi sem eina valkostinn í drifrásinni.

image
image

Hjálpar að ná CO2 markmiði

RAV4 tengitvinnbíllinn mun hjálpa Toyota að ná markmiði sínu um að draga úr losun koltvísýrings 2021 sem ESB setur.

image

Með „hybrid“-bílum sínum er Toyota á góðri leið með að ná því markmiði ESB að minnka CO2 losun í 87,1 g / km úr 103 g / km í dag, samkvæmt PA Consulting. Fyrirtækið spáir því að losun Toyota muni fara niður í 87,1 g / km árið 2021.

image
image
image

Toyota Europe hefur þegar náð því markmiði að láta blendinga vera 50 prósent af sölu sinni, sagði sölu- og markaðsstjóri bílaframleiðandans fyrir Evrópu, Matthew Harrison, sagði Automotive News Europe í nýlegu viðtali.

image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is