Rafmagnsútgáfa Land Rover Defender sögð vera á leiðinni

Nýr alrafmagnaður Land Rover Defender á leiðinni með um 480 km drægni og mun bætast í hópinn sem hluti af uppfærslu gerðarinnar árið 2025

Land Rover Defender mun verða rafknúinn að fullu á næstu árum, segir Auto Express, og birtir mynd sem á að sýna nýju gerðins samkvæmt Avarvarii.

image

Svona álítur myndhönnuður Avararii að nýja gerð alrafmagnaðs Land Rover Defender muni líta út

Breytingin á grunni mun koma á sama tíma og Defender þarf að fá endurnýjun á miðjum líftíma sínum, en ekki búast við miklum breytingum á útliti bílsins, þrátt fyrir breytingu á grunni.

Tæknimenn fyrirtækisins eru jákvæðir varðandi möguleikana á því að hinn þekkti 4x4 verði rafknúinn og ávinninginn sem það mun hafa í för með sér fyrir frammistöðu bílsins í torfærum.

Meiri stjórn á raforkuafhendingunni með hugbúnaðarstjórnun er möguleg ásamt háþróaðri togvektorstillingu.

„Við þurfum að búa til alvöru fjölskyldubíl fyrir krefjandi fjölskyldur. Discovery þarf og ætti að gegna þessu hlutverki sem gæti horfið af markaðnum að öðrum kosti - í lúxushlutanum að minnsta kosti. Discovery verður þessi bíll."

Þrátt fyrir að Bolloré hafi nú yfirgefið fyrirtækið, þar sem Adrian Mardell, fyrrverandi fjármálastjóri, er nú bráðabirgðaforstjóri, er „Reimagine“-áætlun JLR enn í fullum gangi – þar á meðal full rafvæðing Land Rover línunnar í lok áratugarins, auk enduruppfinningar Jaguar sem alrafmagnaðs lúxusmerkis.

(grein á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is