Góð frá FÍB varðandi kulda og rafbíla

Kuldakastið undanfarna daga hefur verið mörgum erfitt, en þá einkumm eigendum rafbíla sem varða óneitanlega varir við að drægni þeirra minnkar í svona langvarandi kuldatíð

Félag Íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, birti á vef sínum góð ráð til eigenda rafbíla og gefum þeim orðið:

Raundrægni bílsins meðal annars miðaðu við að útihitastig sé frá  14 til 23°C sem er umtalsvert meiri hiti en við eigum að venjast yfir vetrarmánuðina á Íslandi.

Í grunninn eru tvær megin ástæður fyrir því að drægni rafbíla er ekki sú sama yfir veturinn eins og yfir sumarið.

image

Eftir því sem lofthiti lækkar hægist á efnafræðilegri getu drifrafhlöðunnar til að framkalla og geyma orku.

Nokkur atriði sem geta hjálpað til við að ná betri drægni á rafbílnum.

    • Tökum áætlaða drægni sem birtist í mælaborði með fyrirvara. Sú tala er byggð á fyrra aksturlagi og aðstæðum. Hægt er að ná raunhæfari áætlun með því að taka kílóvattstunda notkun á hverja ekna 100km (kWh/100 km) og deila því með stærð rafhlöðunnar í bílnum. Sem dæmi þá er orkueyðsla bílsins 23kWh/100 km og stærð rafhlöðunnar 64kw. Því deilum við 64 með 24 og marföldum með 100 km (64/23)*100 = 278 km áætluð drægni miðað við uppgefnar forsendur. Ath. nothæf rýmd á drifrafhlöðunnar getur verið 95-99% af raunstærð.
    • Sparnaðarstilling er á flestum ef ekki öllum rafbílum. Með því að stilla á sparnaðarstillingu (e. Eco mode)  dregur bíllinn meðal annars úr orkunotkun á drifmótor og miðstöð. Þetta hjálpar til við að ná aukinni drægni en bíllinn gæti verið kraftminni fyrir vikið og miðstöð ekki hitað jafn vel.
    • Hleðslubremsan (e. regenerative braking) er góð leið til að ná betri drægni og spara hemlanotkun. Hleðslubremsan sér um að virkja orkuna sem myndast við hægja á bílnum og koma henni aftur inn á rafhlöður bílsins í stað þess að hún glatist sem hiti í gegnum bremsur bílsins.
    • Kynding eins og miðstöð og sætishitarar eru einn allra orkufrekasti búnaður bílsins fyrir utan drifmótorinn sjálfan. Notum hita í sætum og stýri fremur en að kynda upp allt rýmið. Þá er einnig góð regla að nota forhitunarstillingu á miðstöð sé hún til staðar og hita bílinn upp á meðan hann er í hleðslu.
    • Skipuleggjum ferðina – Ef það er stefnt á lengri ferðir út á land þá er gott að kynna sér hvernig veðri má búast við, er mikill vindur, hvernig er hitastigið eða er von á snjókomu? Allir þessir þættir hafa áhrif á raundrægni bílsins. Gott er að kynna sér staðsetningu hleðslustöðva sem eru í boði á leiðinni þrátt fyrir að ekki sé stefnt á að nota þær því það er aldrei að vita hvað getur gerst. Þá getur einnig verið gott að nýta forhitunarmöguleika á rafhlöðu.

Hér má lesa greinina á vef FÍB.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is