Ný hönnun á leiðinni frá Peugeot

Ný Peugeot Inception Concept hönnun kynnt – en mun sjást í byrjun janúar

Nýja hönnunin frá Peugeot mun sýna framtíðarhönnun vörumerkisins

Nýr Peugeot hugmyndabíll verður frumsýndur í ársbyrjun 2023 og mun forsýna hönnun framtíðarbíla frá franska vörumerkinu. Bíllinn mun birtast á Consumer Electronics Show í Las Vegas, sem kallast Inception Concept ( eða „hugmynd upphafs“), þann 5. janúar.

image

Í nýjustu kynningarmyndinni og myndbandinu getum við séð hina almennu „Tiger-claw“ ( eða „tígris kló“) hönnun Peugeot.

„i-Cockpit“ innra skipulag Peugeot er einstakt lykilatriði í vörumerkinu og nýi hugmyndabíllinn mun sýna endurskoðaða útgáfu af því.

Gera má ráð fyrir að sjá þróun á „i-Cockpit“ sem er í dag í núverandi Peugeot gerðum, þó fyrirtækið segi að hugmyndin muni bjóða upp á „byltingarkennda innanhússhönnun“.

image

Auto Express ræddi nýlega við Matthias Hossan, hönnunarstjóra Peugeot, sem sagði „við erum að þróa hugmynd en einnig að þróa nýja vinnuaðferð".

Að utan verður hann auðþekkjanlegur sem Peugeot.“

The Inception Concept mun einnig hafa áherslu á sjálfbærni. Hossan sagði einnig að Peugeot hefði „meiri og meiri áhuga á sjálfbærum efnum“ og að hönnunarteymi hans „hugsi um líftíma efnanna“.

(frétt á Auto Express – myndir Peugeot)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is