Giardiniera-500 var upphaflega kynntur til leiks vorið 1960. Ítalir voru svo sem ekkert hrifnir af þeim fjölskyldubílum sem í boði voru hjá innlendum framleiðendum. Þeim þóttu þeir ljótir og of líkir sendi- eða leigubílum. Það er ekki að undra því Fiat Multipla kom fyrst árið 1956 og er ein ljótasta bifreið allra tíma. Giardiniera er nafn á ítölskum pikkluðum, rótsterkum grænmetisrétti.

En Fiat vildi framleiða hagkvæma bíla fyrir landa sína og nágranna í Evrópu.

Við Íslendingar vorum svo sem ekki inni í þeim díl því Fiat stóð sig ekkert rosalega vel hér á landi fyrstu árin. Þeir ryðguðu hratt og áttu til að klikka á rafmagninu.

image

Varð svo að Autobianchi

Giardiniera-500 á sér reyndar stutta sögu innan Fiat því ítalski bílaframleiðandinn Autobianchi tók þennan bíl að sér árið 1968 og framleiddi nær óbreyttan fram til ársins 1977. Autobianchi kom hingað til lands og stóð sig ágætlega.

Bróðir minn átti einn slíkan um 1977 en það var sama lyktin í honum nýjum og Fiatinum enda mjög skyldir bílar.

image

Enginn kvartmílukaggi

Um 330 þúsund kvikindi voru samt framleidd af Giardiniera-500 bílnum og svo var til vandaðri útgáfa líka sem þeir kölluðu Panoramica sem byggður var á sömu grind. Þessi litli bíll var hagkvæmur en gríðarlega vélarvana.

Bíllinn er með 0,5 lítra 2 strokka vél sem gefur hvorki meira né minna en 18 hestöfl.

image

Vélin í þessum bíl pínu of stór að rúmmáli þannig að hönnuðurinn Giacosa fékk þá hugmynd að snúa henni um 90°til hægri og hafa hana liggjandi (lárétta).

Þessi á myndunum er til sölu hjá Classic Trader og ásett verð er um 10 þús. pund. Bíllinn er ekinn um 13.500 km.

image
image
image
image
image
image
image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is