Jonathan Ward er stofnandi og eigandi Icon en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í endurhönnun gamalla bíla með nýjustu tækni sem fyrirfinnst í bílum nútímans.

image

Jonathan á og rekur líka fyrirtækið TLC 4X4 sem er eitt elsta og traustasta verkstæðið í Bandaríkjunum í endurgerð Toyota Land Cruiser.

Þá er Icon 4X4 leiðandi í hönnun og endurgerð gamalla bíla.

image

1949 ágerð af Mercury Coupe með rafmótorum

Gamlir bílar með nýrri tækni

Tökum sem dæmi 40 ára gamlan bíl sem gerður er upp til næstu 40 ára. Þetta er gert með sérstökum hætti.

image

Hér er litað krókódílaleður, unnið af Jonathan sjálfum.

Heimurinn er fullur af drasli, áherslan er meira og meira lögð á magn frekar en gæði. Gamla handbragðið er að hverfa. Því ekki að gefa því nýtt líf?

Icon horfir aftur til framtíðar með því að blanda saman gömlu handbragði og nýjustu tækni sem gefur viðskiptavininum eitthvað einstakt.

Gamlir bílar með nýrri tækni

Eitt skemmtilegasta dæmið um bíl sem lætur ekki mikið yfir sér er til dæmis Mercury ´49-´51 árgerð. Þú sérð þennan bíl á götu og veltir því fyrir þér hvort hann eigi eftir að bila á leið sinni um veginn.

image

Stafrænn snertiskjár í upprunalegu mælaborðinu.

image

Akkúrat enginn íburður hér.

En þegar betur er að gáð er þetta bíll sem búið er að eyða mörg þúsund klukkutímum í að endurgera.

image

Hér má sjá ofan í mótorsalinn á Mercury bílnum.

Rafbíll með stafrænum skjá

Tveir rafmótorar, 322 kílómetra drægni og 645 Nm tog gerir bílinn að einhverju sem líkist tæknilega nýrri Teslu.

image

Mælaborðið er með snertiskjá, enda þarf alvöru stýrikerfi fyrir nýtísku rafmagnsmótora.

En samt er mælaborðið eins og það var þegar bíllinn kom út úr verksmiðjunni.

Jonathan segir að ef eitthvað sé átt við upprunalega útlitið og bílnum breytt þannig að hann líti ekki út eins og í upphafi séu þeir búnir að missa sjónar á markmiðinu.

image

Hudson árgerð 1949.

image

Aðeins það besta

„Einn af birgjunum okkar starfar á markaði með íhluti fyrir geimiðnaðinn.

Við erum að nota besta fáanlega efni sem hægt er að fá.

Festingar og fittings sem við  notum kemur yfirleitt frá birgjum í lestabransanum enda er sá bransi þekktur fyrir gæði og endingu,“ segir Jonathan Ward hjá Icon að lokum.

image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is