• Væntanlegur rafjeppi mun heita Smart #1
    • Smart hefur gefið nýja rafbílnum nafn! #1 kemur á markað á þessu árið og loks eru komnar myndir af honum.
    • #1 fær það verkefni að snúa við blaðinu fyrir fyrirtækið og sækja fram á markaði

Smart hefur staðfest að lítill alrafmagnaður sportjeppi fyrirtækisins muni fá nafnið Smart #1 þegar hann kemur í sölu undir lok árs 2022, og hefur birt nokkrar opinberar vetrarprófunarmyndir af bílnum, áður en endanlegar myndir koma í ljós síðar á þessu ári.

image

Nýja gerðin, sem var forsýnd sem Concept #1 á bílasýningunni í München í fyrra, hefur það verkefni að endurræsa vörumerkið undir sameiginlegri eign Mercedes Group-Geely. Vörumerkið hefur staðfest að #1 nafnið er mikilvægur hluti af þessari endurræsingu, þar sem Smart mun fara yfir í númeraða flokkun fyrir bíla sína, og segja skilið við Fortwo og Forfour nafnastefnuna sem áður var notuð.

Notkun myllumerkis í nafninu er ætlað að tákna ungleika vörumerkisins og fyrirtækið vonast til að stefnubreytingin verði til þess að Smart komi aftur fram sem „tískumerki“, með svipuðum áhrifum og þegar vörumerkið kom á markað árið 1997 með upprunalega Smart City Coupe.

image

Minni háttar breytingar fela í sér viðeigandi vélarhlíf, nýtt útlit neðri hluta á grilli og minni hentugri hjólastærð. Yfirborðið og hlutföll farartækisins eru samt vel í takt við hugmyndina.

image

Smart hefur staðfest að hönnunin leggi sérstaka áherslu á loftaflfræðilega skilvirkni, þar sem viðnámsstuðullinn 0,29 fæst með atriðum eins og innbyggðum hurðarhandföngum og grilli með inntökum sem hægt er að opna og loka.

Á bílasýningunni í München á síðasta ári sagði Smart að Concept #1 sýndi „skýra innsýn í fyrstu framleiðslugerðina í nýrri kynslóð Smart af rafknúnum ökutækjum“ - og hún sýnir að fyrirtækið ætlar að hverfa frá framboði sínu á „borgarbílum“.

image

Hugmyndabíllinn sem birtist í München var með fjögur sæti, en framleiðslugerðin mun rúma allt að fimm manns, með innréttingu með glænýjum „farþegaarkitektúr“ og ferskri tækni, þar á meðal allt að 12,8 tommu skjá ef marka má #1 Concept.

Geely er leiðandi í tækniþróun bílsins og þó að Smart hafi ekki staðfest val á grunni fyrir bílinn, þá er það sennilega næsta víst að notast verði við SEA - nýjan alrafmagnaðan grunn sem mun einnig standa undir gerðum á kínverskum markaði, sem og væntanlegum litlum bíl frá Volvo, sem er í eigu Geely.

image

Búist er við að #1 verði framleiddur ásamt rafknúnum arftaka Smart Fortwo og Forfour í nýrri sameiginlegri verksmiðju í Xi'an, Kína, sem hefur framleiðslugetu upp á 300.000 bíla á ári.

(frétt á vef Auto Express – myndir frá Smart)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is