Undirskriftasöfnun stendur nú yfir í Bandaríkjunum en markmiðið er að afhenda Bandaríkjaforseta 15.000 undirskriftir þar sem hann er beðinn um að viðurkenna að Tesla leiði rafbílaframleiðsluna í Bandaríkjunum. 

image


 
Á meðan ég skrifaði þessi orð hérna náðu þeir sem standa fyrir söfnuninni 15.000 undirskrifta takmarkinu en það stafar sennileg af því að Elon Musk deildi hlekknum á Twitter. 

image

Skjáskot/Twitter@elonmusk

Hann skrifaði: „Af óþekktum ástæðum getur @potus ekki sagt orðið „Tesla“.“

Minnir óneitanlega á undarlega, nei afsakið, stórundarlega ræðu forsetans (@potus á Twitter)í lok síðasta árs þar sem hann hampaði GM sem þeim sem nánast „fann upp“ rafmagnið en minntist ekki orði á Tesla. Fréttir af þeim undarlegheitum má lesa hérna.

Meira af vandræðum forsetans í tengslum við Tesla og rafbíla:  

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is