Það er víst einhver misskilningur að áhættuökumenn séu klikkaðir náungar. Það er ekki neitt samasemmerki á milli þess að vera klikkaður og þess að ná árangri. Svo segir maður sem annast þjálfun slíkra ökumanna. En bíðum nú við! Hvernig verður einhver áhættuökumaður og hvernig fer þjálfunin fram? Hér er eitt og annað um það!

Starf áhættuökumannsins útheimtir gríðarlega einbeitingu, gott skipulag og krefst líka skilnings á því sem fram fer á kvikmyndatökusetti. Og auðvitað virðingu fyrir því sem þar fer fram.

image

Listin að aka eins og brjálæðingur án þess að vera brjálæðingur. Skjáskot/YouTube

Meistarinn sem kennir trixin

Rick Seaman hefur verið áhættuökumaður í um 50 ár, bæði í sjónvarps- og kvikmyndum.

image

Rick Seaman er á meðal þeirra þekktari í bransanum. Útlitið minnir á gamla tímann og kemur ekki á óvart; retta, hálsklútur, derhúfa, yfirvaraskegg og vel sólbökuð húð! Skjáskot/YouTube

Þetta er gæinn sem kemur t.d. fljúgandi á bíl á milli húsa í Smokey and the Bandit, sem m.a. er fjallað um í þessari grein hér, og inn í einhver þeirra (ekki inn um bílskúrsdyrnar sko) t.d. Í Lethal Weapon. Að skoða ferilskrána hans á IMDb er góð lesning og mögnuð. Fyrsta hlutverkið var í ekki ómerkilegri mynd en James Bond: Live and Let Die árið 1973.

Engir venjulegir ökuskólar

Þessi maður stofnaði ökuskólann Rick Seaman´s East Stunt Driving School sem er einn fyrsti ökuskóli þessarar tegundar í Bandaríkjunum. Á síðustu 25 árum hefur Rick þjálfað á bilinu 2.600 - 2.700 nemendur en nú er hann yfirkennari í skóla sem heitir Stunts Elite Driving School.

Grunnnámið í þeim skóla kostar um 5.750 dollara eða tæpar 760.000 krónur. Einnig er hægt að sækja upprifjunartíma fyrir áhættuökumenn sem vilja aðeins fríska upp á viðbrögðin og taktíkina.

image

Námið er ekki sérlega langt en eitt og annað segir manni að það sé krefjandi kemur ágætlega fram í myndbandinu hér fyrir neðan. Þetta er alveg frábær glufa inn í hreint út sagt ótrúlegan heim. Heim áhættuökumanna.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is