Ekki þiggja far með þessum! - Íslensk bílalög

Íslenskir lagatextar þar sem bílar koma við sögu eiga það margir hverjir sammerkt að þar er fjallað um bílstjóra sem maður þægi aldrei far með eða… handónýtar bíldruslur sem aldrei hefðu átt að fá skoðun.

Brýtur alla gíra

Það er iðulega góð regla í þverfaglegri umfjöllun á borð við þessa að byrja einfaldlega á byrjuninni. Hvar eigum við að byrja? Jú, á Gamla Nóa.

Hann ók kassabíl en sérstæðum þó. Kassabíllinn var með gírkassa.

Gírkassa sem auðvelt er að telja hina mestu hrákasmíði því hinn frómi maður braut í honum alla gíra:

image

Kannski hefði okkar maður einfaldlega átt að láta klessubílana duga.

Ekki skánar það þegar rýnt er í þýðingu hins upprunalega lagatexta eftir Carl Michael Bellman (íslensk þýðing: Eiríkur Björnsson). Hinn mikli kassabílafantur er nefnilega forfallinn drykkjumaður og ætti slíkur maður aldrei að stýra nokkru farartæki; enda ófær um að stýra samkvæmt textanum.

Ford ´57 kemur þér í partý

Í augum og eyrum sumra okkar fara partý og akstur bifreiða álíka vel saman og olía og vatn. Sumsé ekki.

Gleymum okkur ekki í fluðri og höldum áfram!

Hefði hann (sögumaður) ekki verið á þessum Ford ´57, heldur t.d. rafmagnshlaupahjóli, þá hefði hann aldrei átt möguleika á að bjóða þessum „pæks“ far. Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum greinarhöfundar merkir „pæks“ einfaldlega pæjur eða gellur.

Þ.e. snotrar stúlkur (einnig nefndar skutlur, skvísur, píur, duggur og guggur).

image

Svona er fyrsta erindið:

Ljósabekkir og ljósmyndir

Tvennt sem nánast heyrir fortíðinni til: Ljósabekkir og ljósmyndir. Um hvort tveggja er fjallað í lagi Bítlavinafélagsins Þrisvar í viku. Jón Ólafsson samdi lagið sem veitir innsýn í líf ungs manns með eilífðarbylgjur í hárinu. Auðbjörn hinn tvítugi var æði skipulagður og vanafastur; forgangsröðin var á hreinu og eflaust hægt að stilla einhverjar klukkur og jafnvel úr, eftir daglegri rútínu mannsins sem textinn fjallar um.

image

Þetta með myndina er lykilatriði:

Það gæti hafa verið á fjórða degi, þ.e. fimmtudegi.

Á fimmta degi, þ.e. föstudegi, bónaði hann hvíta sportarann og þá var nú góðri vinnuviku lokið.

Ef þú gast sýnt fram á að þú ættir almennilegan bíl voru líkur á því að einhver stúlka vildi koma með þér út fyrir. Kannski ekki til að skoða bílinn en hver veit.

Svo fylgir því án efa nokkur öryggistilfinning að vera með mynd af bílnum, besta vini mannsins (var það ekki annars örugglega bíllinn? Alla vega í nútímanum?), í vasanum.

Ef allar stelpurnar gæfu nú skít í sólbekkjahetjuna okkar þá er það huggun harmi gegn að geta laumað hendinni í vasann og dregið upp ljósmynd af þeim sem aldrei hallmælir manni: Bílnum!

Brotnar legur hvað?

Hvað eru brotnar legur á milli vina? Í það minnsta er þessi byrjun á lagatexta virkilega athyglisverð og eftirminnileg því textinn er tiltölulega einfaldur:

Þarna er nefnilega hárfín lýsing á holóttum vegi og biluðum bíl. En jafnframt er hér um fallegt kærleikssamband manns og bíls að ræða. Reyndar einhliða þannig að samband er ekki alveg rétt, heldur kærleiksband…

Þetta er lagið Bíllinn minn og ég með Skriðjöklum.

Hann veit að bíllinn er í köku, allt í steik, en samt ekur hann eftir handónýtum vegi og lofar öllu fögru og friðar hugann og kannski samviskuna líka með því að „taka vægar“ á bílnum.

Það breytir ekki þeirri staðreynd að gangverkið er jú í „molum“ og allra síst skánar ástandið við þetta.

Bíllinn lagast þó lítið við það og einhvern veginn grunar mann að bíllinn verði ekki þveginn í bráð.

Það er líka alveg satt og rétt sem segir í textanum að „enginn getur skilið hvað ég elska þig mikið“.

Við skulum nú samt leyfa manninum að njóta vafans: Kannski er hann bara svona illa að sér hvað bíla snertir og hefur ekki hugmynd um í hversu hörmulegu standi bíllinn hans blái er.

Hann veit auðvitað ekki að hann ekur um á tæki sem setur bæði hann sjálfan og aðra vegfarendur í stórhættu. Hann veit ekki að þetta er tifandi tímasprengja sem hann situr í.

Eða hvað?

Við lestur á texta næstu erinda er ekki um að villast að ökumaðurinn breytir gegn betri vitund með því að aka bílnum í því ástandi sem hann (bíllinn) er.

Þegar allar stelpur þáðu far með ókunnugum

Brrrr… Þessi millifyrirsögn verður til þess að manni rennur hreinlega kalt vatn (þó ekki frostlögur) á milli skinns og hörunds. Ekki þiggja far með ókunnugum! Og ekki hoppa upp í bíla!

Eitt jákvætt í lokin þótt óheppilegt sé

Undirritaðri finnst hún hafa verið ferlega kaldhæðin í þessari umfjöllun. Það er rétt, enda um grín að ræða á góðum degi.

Það er vel við hæfi að ljúka þessari „lagagrein“ á lagi með texta eftir mikinn aksturs- og bílaunnanda; Ómar Ragnarsson.

Lagið Þrjú hjól undir bílnum var hvorki samið um þríhjólabílinn Reliant Robin né Bond Bug, ef einhver kannast við þær tríólógísku hamfarir.

image

Svona þríbarði er oftar en ekki bara ávísun á vesen, vandræði og almenn leiðindi. Mynd/Unsplash.

Sjálf hef ég nú reynt það og gleymi seint þótt ekkert hroðalegt hafi beðið hnekki - annað en sjálfstraustið! Þannig var að ég ók upp í Mosfellsbæ árið 1998 á mínum skjannahvíta og nýbónaða Fiat Uno ´87.

Sautján ára blávatnið ég brosti bara og hélt að annað hvort þætti honum Fiatinn minn svona fínn eða ég svona sæt.

Brosið hvarf af andlitinu á mér við Lágafellskirkju þegar mikið „búmp“ heyrðist og skyndilega varð mikil vinstri slagsíða á okkur Uno, með tilheyrandi sargi og andstyggðarhljóðum.

Ef þið, lesendur góðir, þekkið betur til lagatextanna og jafnvel tilurð þeirra eða sögu, þá megið þið endilega senda mér tölvupóst á malin@bilablogg.is

Hafðir þú gaman af þessari grein? Þá gætir þú haft áhuga á:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is