Opni sportarinn Elva frá McLaren veitir farþegum „frumlega“ akstursupplifun

image

Elva er með virkt loftstjórnunarkerfi til að verja farþegana í þaklausum og gluggalausum tveggja sæta sportbílnum eða “roadster”, frá því lenda í of miklu loftstreymi.

Elva „roadster“, sem kostar um 1,42 milljónir punda (228 milljónir króna) og er frá McLaren Automotive, er með opinn stjórnklefa til að veita farþegum sínum það sem fyrirtækið kallar „frumlega“ akstursupplifun.

339 eintök smíðuð

Fyrirtækið mun smíða 399 einingar af Elva, sem kostar 1,42 milljónir punda að meðtöldum sköttum á heimamarkaði McLaren í Bretlandi.

image

Elva er kennd við óvirkt breskt sportbílafyrirtæki sem framleiddi röð sportbíla í samvinnu við Bruce McLaren, stofnanda McLaren á sjöunda áratugnum. Nafnið Elva var tekið frá frönsku fyrir „hún fer“ (elle va).

Elva er með virkt loftstjórnunarkerfi til að verja farþega frá því að verða fyrir ókyrrð loftstreymis sem framrúða gæti venjulega beint frá innarýminu.

Framrúða er aulabúnaður.

Inni í bílnum er 8 tommu skjár fyrir afþreyingar- og upplýsingakerfi sem er festur á koltrefjaarm sem getur keyrt mörg forrit á sama tíma, sagði McLaren.

image

Meðal valkosta eru „nánast takmarkalausir“ málningarlitir, hliðarklæðningar úr koltrefjum og 24 karata gullfóðrun í vélarhúsinu, í anda McLaren F1 bílsins frá tíunda áratugnum sem hafði sama eiginleika.

McLaren sagði að hægt sé að samræma Elva fyrir alla helstu heimsmarkaði. Afgreiðsla hefst undir lok árs 2020.

Þessi „roadster“ er nýjasta gerðin samkvæmt viðskiptaáætlun vörumerkisins Track 25. Framleiðslan, sem hófst árið 2018, kallar á að setja á markað 18 nýjar gerðir eða afleiður fyrir lok árs 2025.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is