Liturinn á Porsche 992 Stinger GTR í Carbon útfærslu TopCar Design er sannarlega ekki eitthvað sem maður hefði getað látið sér detta í hug. Hann minnir á súkkulaði. Hvað næst? Avocado?

image

Jæja, það er í það minnsta svona sem hið virta kompaní TopCar Design óskar bílaheiminum gleðilegs nýs árs 2022.

image

Við, sem ekki gleypum við þessum súkkulaðilit og erum kannski á því að blanda bílum og mat sem minnst saman, getum þó andað léttar því einungis koma 13 eintök af þessu.

image

Nú kemur það merkilegasta: Á síðu TopCar kemur fram að breytingin í heild (sem endar svo í þessum agalega lit) er sú flóknasta sem fyrirtækið hefur ráðist í frá upphafi. 84 hlutir eru gerðir úr fjórum lögum koltrefja og í stað þess að fara mögulega með fleipur þá er þetta svona á útlensku: „external, internal and 2 structural layers“.

image
image

Verðið fyrir þessa breytingu er nú eitthvert lítilræði, fyrir þá sem eiga nóg af aurum, en fyrir aðra kannski fullstór súkkulaðibiti eða 100.000 evrur (rúmar 15 milljónir króna).

image

Nánar um aurahlið málsins á síðunni (má bæta hellingi við fyrir hellingspening) en hér má skoða myndband sem segir raunar ekki neitt heldur sýnir bílinn að innan og utan. Jú, hann er settur í gang og mjakast eittthvað á bílastæði en ekkert sem fútt er í. Alla vega læt ég myndirnar duga hér.

image
image
image
image
image
image
image

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is