SsangYong, sem kemur til Evrópu sem rafbíll árið 2023, sést á nýjum kynningarmyndum

Væntanlegur millistærðarjeppi SsangYong hefur fengið nafnið „Torres“. Bíllinn, sem hingað til hefur haft vinnuheitið „J100“, dregur nafn sitt af Torres del Paine þjóðgarðinum í Patagóníu.

image

Hann er enn með lóðréttu grillrimarnar og það sem lítur út fyrir að vera innbyggt varadekk á afturhleranum. Á myndinni af bílnum aftanverðum má sjá eitthvað svipað og aukabúnaðinn sem festur er á hliðina [„Gear Carrier“] á Land Rover Defender. SsangYong virðist ætla sér að markaðssetja bílinn sem farartæki fyrir útivistarfólk ef svo má að orði komast.

image

Skissa sem birt var fyrir um ári síðan.

image

SsangYong mun hefja framleiðslu á hinum „harðgerða og sterkbyggða“ Torres í júní fyrir markaðinn í Suður-Kóreu. Evrópska útgáfan af Torres verður eingöngu rafknúin (vinnuheiti þess bíls var „U100“) og kemur sú gerð ekki fyrr en undir lok árs 2023.

Þegar að því kemur mun rafdrifna gerðin keppa við Skoda Enyaq og Volkswagen ID.4 en á lægra verði, að því er fréttir herma.

Engar tæknilegar upplýsingar um bílinn hafa verið opinberaðar, þó staðfesting á bæði rafknúnum og brunaaflrásum bendi til þess að hann gæti verið byggður á aðlöguðum undirvagni bíla með brunavél, líkt og nýi Korando e-Motion. Torres mun lenda á milli Korando og Rexton í framboði SsangYong.

(frétt á vef Auto Express – myndir frá SsangYong)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is