Porsche verður á Le Mans 2023

Porsche forsýnir bílinn sem verður merki um endurkomu þeirra í Le Mans-kappaksturinn

Stefnt er að því að bíllinn komi í keppnina árið 2023

Brotthvarf Porsche frá aðalkeppni alþjóðlegs þolkappaksturs í Le Mans var skammvinnt. Þeir ætla að snúa aftur á brautina árið 2023 með því að fara inn í LMDh flokk FIA og þar mað birti Porsche fyrstu opinberu myndirnar af bílnum sem þeir smíða til að halda áfram þar sem hinn afar farsæli 919 Hybrid hætti.

image

Þessi ónefnda gerð er hönnuð af Porsche og Penske með því að nota tækni sem er þróuð af Multimatic.

Hann lítur út fyrir að vera breiður og lágur; það lítur heldur ekki út fyrir að bíllinn fái lánað útlit frá 919.

Auðvitað fylgir form virkni þegar við erum að tala um bíl sem er hannaður til að vinna hinn erfiða 24 stunda Le Mans þolakstur, meðal annarra keppna.

Að minnsta kosti 630 af þessum hestum verða að koma úr bensínvélinni, þó þátttakendum sé frjálst að velja hvað þeir nota.

image

Porsche mun halda áfram að fínstilla frumgerðina á næstu mánuðum og áætlað er að frumraun hennar verði árið 2023.

Hún mun taka þátt í bæði World Endurance Championship FIA og IMSA WeatherTech SportsCar Championship, þökk sé nýrri reglugerð sem sameinar tæknilegar kröfur fyrir báðar keppnirnar. Acura, Audi, BMW og Cadillac ætla einnig að senda bíl á rásmark það árið.

Tengt myndband:

Kynning á 2021 Porsche 911 Turbo S

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is