Mulacek-fjölskyldan safnar bílum og kappakstursökumönnum. Gott uppeldi skapar ökumennina og peningar borga bílana. Fjölskyldan á ótrúlega magnað bílasafn sem samanstendur aðallega af Ford og Ferrari. Og það engum kandíflossútgáfum!

Mustang og GT40? Það held ég nú! Shelby, AC Cobra? Já auðvitað, hvað viltu sjá?

Suss! Þetta er algjörlega magnað! Dr. Ronald Mulacek, „ættfaðirinn“, byrjaði að safna almennilegum bílum árið 1957. Nú er þriðja kynslóðin sú sem er hvað virkust en virknin er fólgin í því að nota bílana. Og keppa á þeim!

image

Frímerki „versus“ sportbílar

Það segir sig auðvitað sjálft! Ef menn safna sportbílum þá er eitthvað svo sorglegt ef bílarnir eru aldrei notaðir. Hér komum við að þeim stóra mun sem er á því að safna frímerkjum og sportbílum: Þú getur notað bílana en frímerkin nota menn ekki nema bara einu sinni.

Nema hvað! Ekki leyfa þessum samanburði að rugla ykkur, enda var hann lélegur.

Í Mulacek-fjölskyldunni eru sjö kappaksturökumenn. Þarna hefur greinilega eitthvað virkað í uppeldinu.

image

Í dag birtist brakandi nýtt myndband á veraldarvefnum þar sem Phil Mulacek segir frá hluta af fíneríinu sem fjölskyldan hefur safnað síðustu 54 árin. Veskú!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is