Hann var upphaflega smíðaður fyrir bændur sem m.a. þurftu að komast á sveitamarkaðinn með vörur. „Þeir þurftu helst að geta ekið nokkuð greitt yfir óplægðan akur án þess að eitt einasta egg brotnaði í körfunni.“

„Það er fjöðrunarbúnaðurinn sem er hreint út sagt ótrúlegur,“ segir strákurinn í myndbandinu sem staðhæfir að þetta sé þægilegasti bíll sem hann hefur um dagana ekið.

Hann er nokkuð sannfærandi þegar ökumaður ekur á góðri ferð yfir hraðahindranir, tekur hreyfingar bílsins upp á GoPro-vél og sýnir svo hægt.

Þetta furðufyrirbæri á hjólunum fjórum virðist bara dúa notalega sama hvað á gengur.

2CV og TFLclassics, gjörið svo vel:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is