Nú er hann ekki „bara“ ökumaður og sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 heldur líka riddari. Það var Karl Bretaprins sem sæmdi Lewis Hamilton riddarartign í Windsorkastala í morgun.

image

Lewis Hamilton, Formúluökumaður og nú líka riddari.

Eftir athöfnina í morgun röbbuðu þeir Hamilton og Karl saman og virðist, af myndum að dæma, að vel hafi farið á með þeim. Þó hefði eflaust líka verið gaman að ræða við móður hans, Elísabetu Bretadrottningu, um bíla og kappakstur því hún hefur vit á slíku enda er hún menntaður bifvélavirki, eins og fjallað var um hér.

image

Karl Bretaprins hefur marga fjöruna sopið en ekki er víst að hann hafi prófað Formúlubíl.

Hún hefur verið dálítið slöpp upp á síðkastið enda orðin nokkuð öldruð; alveg að verða 100 ára. Það er þó ekki útilokað að hressilegt spjall við Hamilton hefði hresst hana við og jafnvel yngt hana um einhver ár. Svo ekki sé nú talað um ef þau hefðu skroppið í bíltúr saman.

image

Skjáskot/Twitter/Royalfamily

Fjórði „Formúluriddari“ sögunnar

Hamilton er fjórði ökumaðurinn úr Formúlu 1 sem öðlast riddaratign en fyrir tuttugu árum var það Sir Jackie Stewart sem gerður var að riddara. Þar á undan voru þeir Sir Stirling Moss, árið 2000, og Sir Jack Brabham árið 1979.

Þó hafa mun fleiri ökumenn verið  slegnir til riddara þó svo þeir hafi ekki þá stundina verið keppendur í Formúlu 1. Það sama á við um ýmsa fleiri sem sportinu tengjast. Sir Frank Williams heitinn, er eitt dæmi en þau eru mun fleiri eins og t.d. má lesa um hér.

Undirrituð varar sérstaklega við vondri músík sem ómar undir meðfylgandi myndbandi og mælir jafnframt sérstaklega með „mute“ stillingu: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is