Austral kemur í stað Kadjar

Renault leitar eftir meiri áhrifum í lykilhluta markaðarins með þessum næsta minni sportjeppa, þar sem það færist frá litlum bílum

PARIS - Renault mun hætta með Kadjar-nafnið eftir eina kynslóð og tekur þá við lítill sportjeppi vörumerkisins. Ber sá nafnið Austral. Af þessu tilefni sendi Renault frá sér mynd af afturhleranum á væntanlegum Austral-sportjeppa.

Kadjar, sem er eiginlega systurgerð Nissan Qashqai, kom á markað árið 2015, en á undanförnum árum tókst ekki að halda bílnum í sæti á topp 10 í flokknum.

Nýja tegundarheitið er hluti af stefnu Renault, undir forstjóra Luca de Meo, að einbeita sér að fyrirferðarminni bílum frekar en litlum bílum, þar sem Renault er leiðandi í Evrópu en nýtur ekki góðs af hærri framlegð stærri gerða.

image

Auk Austral er Renault að setja á markað Megane E-Tech, fullrafmagnaðan minni hlaðbak, snemma árs 2022. Honum verður fylgt eftir með minni gerð 100% rafknúins sportjeppa til viðbótar við Austral. Austral mun að sögn vera hluti af nýrri fjölskyldu minni bíla, fáanlegur í fimm og sjö sæta útgáfum ásamt coupe og hugsanlega með öðrum nöfnum fyrir hinar gerðir yfirbygginga.

Bíllinn verður líka næstum örugglega fáanlegur með E-Tech tvinnkerfi Renault, sem fullblendings- og tengitvinngerð. Kadjar fæst ekki sem blendingur.

Núverandi sportjeppaframboð Renault inniheldur litla Captur, Kadjar, Arkana coupe og Koleos. Koleos er fluttur inn frá Kóreu og tengist Nissan X-Trail. Enginn sportjeppanna býður upp á sjö sæta möguleika.

„Alþjóðlegt nafn er fullkominn kostur fyrir ökutæki sem verður selt um alla Evrópu og víðar“, sagði Renault.

image

Renault Kadjar kom á markað árið 2015; andlitslyft útgáfa (sýnd) var kynnt í lok árs 2018.

Kadjar-bíllinn fylgir samkeppninni í hinum ábatasama og vaxandi flokki minni sportjeppa í Evrópu, sem hefur notið góðs af skorti á tölvukubbum og hálfleiðurum þar sem bílaframleiðendur úthlutuðu hálfleiðurum freker til arðbærra gerða. Besta árið var 2016, fyrsta heila árið á markaðnum, þegar meira en 130.000 bílar af gerðinni Kadjar seldust í Evrópu.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is