Rafbílar eru svo flóknir

Alls ekki. Þeir eru a.m.k. mun einfaldari en bílar með brunahreyfli.

image

Er þessi grein þá ekki búin? Búið að svara fullyrðingunni og svona? Nei, spáum endilega aðeins meira í þetta.

Ímyndum okkur að við séum með nýjan bensínbíl með nýjustu gerð af mótor með fullkomnum mengunarvörnum og gírkassa sem er tölvustýrður o.s.frv.

Það sem við setjum í staðinn fyrir það sem fjarlægt var eru einn til fjórir rafmótorar, risastór rafgeymir og stjórneining (power electronics).

Stjórneiningin er flóknust og sér um að umbreyta rafmagni og stýra öllu í raun, m.a. hleðslu og þar með er talin endurmögnunarhemlun sem fer af stað þegar inngjöfinni er sleppt og rafmótorarnir umbreyta hreyfiorku í rafmagn sem nýtist til að hlaða rafgeyminn.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is