Kínverska fyrirtækið Apollo Automobil ætlar að sækja fram í flokki rafdrifinna lúxusbíla og verður Apollo EVision S fyrsti rafbíllinn sem kemur á markað frá því fyrirtæki.

En núna hefur þessu nafni verið skotið upp á „bílahimininn“ aftur með kynningu á alveg nýjum bílum á sýningu í Kína.

Apollo Automobil hefur svipt hulunni af þremur nýjum hugmyndabílum á China International Import Expo 2021 í Hong Kong. Tríóið sýnir næstu kynslóð vörumerkisins og útlistar sókn fyrirtækisins í átt að „hreyfanleika í hreinu lofti“.

image

Mikilvægasta farartækið sem var til sýnis var Apollo EVision S. Þetta er hreinn rafknúinn fjögurra sæta, fjögurra dyra coupe-fólksbíll, sem fyrirtækið segir að sé sérstaklega hannað fyrir fjölskyldur.

Á leiðinni í framleiðslu

Fréttir benda til þess að Apollo hafi áform um að setja EVision S í framleiðslu. Hann mun verða keppinautur Audi e-tron GT og Porsche Taycan. Síðuar mun hann fá til liðs við sig EVision X sportjeppa sem er hannaður til að takast á við Mercedes EQS sportjeppann og Tesla Model X.

EVision S er með sama áberandi útlit hönnunar og notað er á IE ofurbílnum, með lágu nefi, gríðarstórum inntökum og þríhyrningslaga framljósum.

Og þó að það sé ekki sérstaklega tekið fram, er gert ráð fyrir að bíllinn verði knúinn af nýju 800 volta rafdrifi sem hannað er hjá fyrirtækinu.

image

Kerfið var einnig á sýningunni. Það samanstendur af tveimur hreinum rafmótorum fyrri driföxulinn sem festir eru saman í eina sambyggða einingu, sem gerir kleift að færa tog á öxulinn. Apollo ætlar að selja kerfið til annarra framleiðenda einnig.

image

Önnur farartæki á Apollo básnum innihéldu frumgerð fyrir komandi arftaka fyrirtækisins fyrir IE „ofurbílinn“ - Project Evo. Líkt og gamli bíllinn er hann með skrautlegt geimskip, að vísu með sex nýjum risastórum uggum sem stingast út úr vindskeiðinni að aftan. Þarna er líka fullt af virkum loftflæðihlutum og þrískiptu útblásturskerfi.

image

Project Evo byggir á nýrri koltrefja samlokuhönnun og öryggisklefa, sem Apollo segir að sé svo stífur að hann uppfylli öryggisreglur FIA LMP2 án þess að þörf sé á veltibúri. Hann verður knúinn áfram af „náttúrulegri aflrás“ sem gera má ráð fyrir að verði enn öflugri útgáfa af 780 hestafla 6,3 lítra V12 vél gamla bílsins.

image

Apollo kynnti einnig hugmynd sína um nýjustu gerð sendibíla, sem kallast UME (það er Universal Mobility Electrified). Hugmyndbílinn var sýndur á síðasta ári - en verkfræðingar fyrirtækisins hafa nú komið kaffivél fyrir í bílnum til að sýna hvernig fyrirtæki gæti notað farartækið sem vettvang til að græða peninga á.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is