VW kynnir: ID5

    • VW kynnir ID5 sportjeppa með aldrifs-möguleika, uppfærðum hugbúnaði
    • Nýjasti meðlimur rafbílafjölskyldunnar kemur árið 2022 með allt að 520 km drægni og bætta eiginleika ökumannsaðstoðar

Það má segja með sanni að Volkswagen hefur sótt fram á rafbílamarkaði og þar á bæ eru stórar hugmyndir í gangi varðandi framtíð rafbíla, enda er farið að líða að endalokum hefðbundinna bílvéla eins og við þekkjum þær í dag.

ID5 er þriðja evrópska VW gerðin á MEB grunninum, sem kemur á eftir ID3 og ID4 sportjeppann.

ID5 verður smíðaður í verksmiðju VW í Zwickau í Þýskalandi og mun koma í sölu á næsta ári, sagði Volkswagen án þess að gefa nánari upplýsingar.

image

VW ID5 coupe-jeppinn er svipaður og ID4 jeppinn, en hefur aðeins minna höfuðrými að aftan og aðeins meira farangursrými.

VW segir að ID5 missi aðeins 12 mm hvað varðar hæð upp í loft hjá farþegum í aftursæti miðað við ID4, en gerir samt ráð fyrir 549 lítra plássi í skottinu. Til samanburðar er ID4 með 543 lítra skott.

Aðeins stærri en ID4

Hefðbundinn ID5 er 4599 mm langur, sem gerir hann aðeins stærri en ID4, sem er 4584 mm. Aðrar gerðir stuðara sem notaðir eru í GTX útgáfunni gera þá gerð styttri.

VW segir að hlutfallslega langt hjólhaf, 2766 mm, gefi honum innra rými sem er sambærilegt við stærri sportjeppa.

image

Grunngerðin með afturhjóladrifi og einum rafmótor

Grunngerð ID5 er með afturhjóladrifi og einum rafmótor með tveimur aflkostum, en GTX útgáfan er með öðrum mótor á framás og fjórhjóladrifi. GTX er með hröðun 0 til 100 km/klst upp á 6,3 sekúndur, segir VW.

image

Hámarksdrægni frá stærstu 77 kílóvattstunda rafhlöðunni er 520 km, en þyngri GTX útgáfan hefur 490 km drægni. VW gaf ekki upp allar tæknilýsingar fyrir allar útgáfur.

Uppfærður hugbúnaður

Bíllinn verður frumsýndur með VW ID hugbúnaðarútgáfu 3.0, sem bílaframleiðandinn segir að bæti aðgerðir eins og raddstýringu. ID5 getur svarað raddskipunum innan 7 sekúndna, segir VW.

image
image

Valfrjáls „Park Assist Plus“ með minnisaðgerð mun sjálfkrafa leggja bílnum í vistaðri stöðu eins og að skilja eftir pláss á annarri hlið innkeyrslunnar.

3.0 útgáfan af ID-hugbúnaðinum gerir einnig kleift að hafa samskipti milli bíla við önnur ökutæki VW Group sem eru búin sama hugbúnaði. Þannig má vara við hættum framundan.

Eigendur VW ID nota nú hugbúnað 2.3, samkvæmt skýrslum frá spjallborðum eigenda. Allir samhæfðir ID-bílar verða uppfærðir í hugbúnað 3.0.

image

Nokkrir keppinautar

Auk ID4 frá VW eru mögulegir keppinautar fyrir ID5 Ford Mustang Mach E, ódýrari útgáfur af Tesla Model Y, auk nýrra rafknúinna „crossover“bíla frá Hyundai Group, Ioniq 5 og Kia EV6.

image

Þá eru nokkrir almennir sportjeppar í coupe-stíl á markaðnum, þar á meðal Renault Arkana og Toyota CH-R.

(frétt á Automotive News Europe – myndir frá VW)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is