Endurbættur Kaiser Jeep M725

Við höfum sagt frá því að í næstu viku verður SEMA sérbúnaðarsýningin haldin í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þar sýna framleiðendur búnað fyrir bíla, einkum fyrir torfærutæki, og ýmsa bíla þar á meðal „sérsmíði“. Þar á meðal þennan sem fjallað er um hér, Kaiser Jeep M725, á vef Autoblog.

Minnir á sjúkrabíla hjálparsveitanna

Fyrir mörgum áratugum starfaði sá sem þetta skrifar í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Fyrsti bíllinn sem við eignuðumst var forláta sjúkrabíll sem kom beint frá sjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli á sínum tíma, og reyndist sveitinni mjög vel.

Dodge M43 Ambulance (G-741) '1951–68

image

Hjálparsveitarbíllinn í Hafnarfirði var af þessari gerð - M43 sjúkrabíllinn var framleiddur til að leysa af hólmi Dodge WC-54 og WC-64 KD sjúkrabílana frá seinni heimstyrjöldinni.

image

Kaiser M725

Þegar bandaríski herinn ákvað að hann vildi taka í notkun ódýrari fjórhjóladrifs valkost en Dodge G-741, árið 1965, sneri hann sér að borgaralegum markaði þar sem hann fann Kaiser-Jeep „Gladiator“ pallbílinn. Niðurstaðan var G-890 röð pallbíla, sem gerir þá að fyrstu M-röð hernaðarfarartækja, sem voru byggð, til að nota fyrst og fremst íhluti úr bílum fyrir almennan markað.

Í mars 1966 samdi herinn við Kaiser um að framleiða 20.680 M715 pallbíla og M725 sjúkrabíla. Fyrstu pallbílarnir rúlluðu af færibandinu í Toledo í Ohio, í janúar 1967. Þegar framleiðslan hætti 1969 höfðu meira en 30.500 pallbílar af seríu M715 verið smíðaðir.

Sjúkrabílagerðin var með sama stýrishúsi og framhluta og M715. Að aftan var hins vegar sjúkrabílshús með fjórum grindum fyrir sjúkrabörur, skurðarljósi, loftræstingu, tvöföldum afturhurðum og bensínmiðstöð.

image

En meira um nýja Kaiser Jeep á SEMA

Það kviknaði á gömlum minningum þegar myndir af þessum bíl á SEMA-sýningunni birtust á vef Autoblog í Bandaríkjunum, því líkindin við gamla sjúkrabílinn okkar í hjálparsveitinni eru mikil.

En þessi bíll á rætur að rekja til Stellantis, sem á í dag Jeep og allt sem þeim tilheyrir. Þeir fundu gamlan Kaiser Jeep M725 hersjúkrabíl og gerðu eitt og annað til að gera hann nútímalegri og frábærum ferðabíl, sem hægt er að fara á hvert sem er.

Undir vélarhlífinni er 485 hestafla 6,4 lítra V8 pöruð við gamaldags TorqueFlight 727 sjálfskiptingu, skipt með B&M skiptingu sem sett er í endurnýjaðan skotfærakassa. Hann er þó enn fjórhjóladrifinn og með gömlu öxlunum, en þeir eru festir með gormum í stað upprunalegu blaðfjaðranna. Allt er þetta á 20 tommu felgum með 40 tommu dekkjum, sem passa aðeins eftir að búið er að opna brettin aðeins.

image

Aðrar uppfærslur fela í sér LED lýsingu allan hringinn, styrkta grind og bakkmyndavél. Farangursrýmið að aftan hefur einnig breyst í eins konar drykkjarveitingastöð með útfellanlegu hliðarborði og uppsprettanlegu þaki.

Í innanrými eru nokkrir kranar til að bera fram froðukennda drykkinn þinn að eigin vali og jeppagrills-myndin á hliðinni, (þegar búið er að opna hliðina) er búin til úr flöskum.

Farþegarýmið er enn frekar bert og málað í sama brúna litnum og að utan, en bíllinn er með sérsniðnu stýri, gagnaborði, mælum og Wrangler sætum sem eru klædd brúnu strigaáklæði.

En látum myndirnar frá Jeep tala sínu máli:

image

Einfaldleikinn ræður enn ríkjum hvað varðar stjórnbúnaðinn

image
image

B&M skiptingin er felld inn í fyrrum skotfærakassa

image

Vélin er 485 hestafla 6,4 lítra V8 HEMI

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is