• Eftirspurn eftir rafknúnum bílum jókst um tæp 57%

Næstum fimmti hver bíll sem seldur var í Evrópusambandinu á þriðja ársfjórðungi var af gerð rafbíla, þar sem salan hélt áfram að aukast á meðan eftirspurn eftir bílum sem nota aðeins jarðefnaeldsneyti dróst saman, samkvæmt sölugögnum sem iðnaðarsamtök ACEA hafa gefið út.

Sala á bílum sem aðeins nota rafmagn jókst um næstum 57 prósent í meira en 212.000 eintök, en sala á tengitvinnbílum jókst um tæp 43 prósent í meira en 197.000 eintök.

Þetta er hægari vöxtur en árið 2020 þegar sala næstum þrefaldaðist.

35 prósenta samdráttur í sölu bíla með bensínmótor

En það er í samanburði við 35 prósenta samdrátt í sölu á hreinum bensínbílum - sem eru enn söluhæstir og standa undir næstum 40 prósentum af heildarsölu - og meira en 50 prósent samdrátt í dísilbílum á ársfjórðungnum.

Fyrir tæpum áratug voru dísilbílar meira en 50 prósent af sölu í ESB en voru undir 18 prósent af öllum seldum bílum á þriðja ársfjórðungi.

Auk þess að þurfa að uppfylla ströng markmið ESB um kolefnislosun hafa bílaframleiðendur og neytendur notið góðs af ríkisstyrkjum fyrir rafknúin farartæki.

(Reuters)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is