Honda e:NS1 er rafknúinn sportjeppi með allt að 485 km drægni

Þar sem þessi frumsýning er kínversk markaðssetning, þá er möguleiki á að e:NS1 nafninu verði breytt áður en rafbíllinn kemur til Evrópu. Bíllinn ætti þó að halda sama vélbúnaði og kínverska módelið, sem þýðir að hann verður með 68,8kWh rafhlöðu, hestöflin verða 201 og hámarksdrægni í kringum 485 kílómetrar.

Um þetta leyti í fyrra gaf Honda okkur forsmekk af því hvernig e:NS1 gæti litið út með hugmynd að sportjeppa undir heitinu „e:Concept“ - og svo virðist sem framleiðsluútgafan hafi haldið þeirri hönnun sem þá var sýnd. Þessi framleiðsluútgáfa hefur fengið tvær aukahurðir að aftan, en lögun grills, mjó framljós og áberandi framstuðari hefur allt komist í framleiðslu.

image

Prófíllinn á rafbílnum er einnig svipaður en afturljósin í fullri breidd eru með svipaða lögun og hugmyndabíllinn, þó að ljósið sé aðeins breiðara en áður. Jafnvel álfelgurnar eru með sömu hönnun, þó að þær séu færðar aftur niður í skynsamlegra 18 tommu þvermál.

Forráðamenn Honda hafa áður staðfest við Auto Express að þessi nýi rafknúni jeppi verði byggður á teygðri útgáfu af grunni Honda e, sem gefur pláss fyrir hærri yfirbyggingu og stærra farangursrými. Búist er við því að sportjeppinn muni sitja einhvers staðar á milli hins vinsæla Jazz Crosstar (sem er með yfir 50 prósent allrar sölu á Jazz) og nýja HR-V þegar hann kemur, hvað varðar stærð.

Þó að ekki hafi sést til innréttingar nýja bílsins, má búast við svipaðri framúrstefnulegri uppsetningu og í Honda e, með tvöföldum 12,3 tommu skjám sem eru festir á mælaborðið. Upplýsinga- og afþreyingarkerfið verður væntanlega nýjasta Connect-kerfi Honda, sem er með snjallsímatengingu og þráðlausar uppfærslur.

Þrátt fyrir líkindi bílanna tveggja, benda þessar nýju myndir til þess að Honda muni ekki setja stafrænar hliðarmyndavélar frá Honda e á sportjeppann, að minnsta kosti ekki sem staðalbúnað. Það er sett af hefðbundnum hurðarspeglum sem eru greinilegir á myndunum.

Tímalína Streng virðist vera um eitt ár út frá þessum frumsýningarviðburði en hann hefði getað átt við að bíllinn kæmi til Evrópu að lokum. Hvorki hann né Honda hafa veitt upplýsingar um evrópska útgáfu bílsins, en Streng sagði: „Þetta verður skref í rétta átt og salan mun aukast.“

Honda e borgarbíllinn er þegar í sölu og færir nýja, yngri viðskiptavini til fyrirtækisins. „Við höfum meira en 85 nýja viðskiptavini,“ sagði Streng. „Þannig að við erum að koma með nýja viðskiptavini að vörumerkinu og sjá lækkun meðalaldurs. Á aðeins tveimur árum hefur meðalaldur Honda kaupanda lækkað um fjögur ár,“ sagði hann.

image
image

Þessar tvær myndir hér að ofan fylgdu einkaleyfisumsókn um hönnun nýja rafbílsins, svo þær eru örugglega mjög nálægt því hvernig endanleg útgáfa bílsins mun líta út

Nýr 2022 Honda e sportjeppi: aflrás og drægni

Honda hefur ekki opinberlega gefið út tæknilegar upplýsingar um nýja rafknúna sportjeppann en leki frá kínversku einkaleyfastofunni (ásamt smáupplýsingum frá kínversku frumsýningunni) staðfestir að hann verður fáanlegur með tveimur rafmótorum sem bjóða annaðhvort 180 hestöfl eða 201 hestafl. Lekinn staðfestir einnig að jeppinn verður með 150 kílómetra hámarkshraða.

Líkt og í Honda e mun 50kW hraðhleðsla einnig koma sem staðalbúnaður, sem gerir rafgeymi jeppans kleift að ná 80 prósent hleðslu á um 30 mínútum. Tengd við hefðbundnari 7kW heimilishleðslukassa þýðir að miðað við tækni Honda e náist full hleðsla á rúmum níu klukkustundum. Þetta ætti einnig að vera raunin á nýja rafdrifna sportjeppanum.

Honda hefur einnig gefið út upplýsingar um fyrirhugað úrval af öryggisbúnaði jeppans. Fullbúinn rafbíll mun hafa nýtt 360 gráðu aðstoðarkerfi fyrir ökumenn, sem fyrirtækið segir að muni auðvelda aksturinn samanborið við núverandi uppsetningu, sem bendir til þess að þessi nýi crossover muni bjóða upp á hærra sjálfstætt stig akstursgetu en restin af framboði fyrirtækisins.

(byggt á frétt frá Auto Express – myndir frá Honda)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is