Myndum af Buick Electra E5 Crossover lekið í Kína

Hinn rafknúni E5 gæti líka verið seldur í Bandaríkjunum

Hér einu sinni var Buick vel þekkt bílamerki á Íslandi og taldist til „gæðamerkja“!

Eins og oft vill verða, þegar ökutæki sem enn eiga eftir að koma í ljós, fara í vottun í Kína, birtast myndir af þeim á Industry And Information Technology vefsíðu landsins.

Snemma árs 2020 gerðist það sama með Volkswagen ID.4, til dæmis.

Gerðin sem sést á myndunum er auðvitað með tæknilýsingu fyrir Kína, smíðuð af SAIC-GM.

Hins vegar hafa frumgerðir af Electra E5 sést í Michigan, sem gefur til kynna að bandarísk útgáfa gæti einnig verið í vinnslu.

image

Buick Electra E5 að aftan.

Buick býður nú upp á nokkrar rafmagnsgerðir í Kína og er mest selda GM vörumerkið í landinu.

Hins vegar er Buick í erfiðleikum í Norður-Ameríku og er með ótrúlega gamaldags framboð.

Án efa mun GM leitast við að endurvekja vörumerkið í Bandaríkjunum og Kanada með því að koma á markað rafbíla.

(frétt á vef INSIDEEVs)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is